Fjölmörg önnur flugfélög eins og Wizz Air, Delta, SAS, British Airways og United eru einnig með brottfarir frá Keflavík í dag.
Þessi mikil fjöldi brottfara er mjög nálægt því sem var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun febrúar á síðasta ári.
Komur eru heldur færri en brottfarirnar í dag eða 44. Samanlagðar komur og brottfarir verða því 95 á Keflavíkurflugvelli í dag.
Frá því opnað var fyrir hindrunarlausa komu fullbólusettra farþega til landsins í lok júní hefur farþegum fjölgað mjög mikið.
Örtröð hefur myndast í flugstöð Leifs Eiríksonar vegna tafa við að fara yfir öll nauðsynleg gögn frá farþegum og segir lögregla plássleysi einnig hamla mjög starfseminni með þennan mikla farþegafjölda.