Hefjumst handa strax! Hörður Arnarson og Kristín Linda Árnadóttir skrifa 12. ágúst 2021 10:30 Hvert tonn af koldíoxíði, sem sleppur út í andrúmsloftið, eykur hnattræna hlýnun. Þessi einföldu sannindi er að finna í nýútkominni ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaða vísindamannanna sem hana rita er að við þurfum að grípa til stórtækra aðgerða strax, ef ekki á illa að fara. Við höfum enn tækifæri til að grípa í taumana, þótt tíminn sé naumur. Ef við náum að draga verulega úr losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda þá getum við snúið þróuninni við. Fyrstu og augljósustu batamerkin yrðu auðvitað þau að andrúmsloftið yrði hreinna, en hitastig jarðar þyrfti 20-30 ár til að ná jafnvægi. Þar hafa öll hlutverki að gegna, stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. Vissulega er verkefnið ekkert einfalt, enda er losun gróðurhúsalofttegunda samþætt öllu okkar hagkerfi. Fáar þjóðir standa hins vegar jafn vel að vígi og við, með alla okkar endurnýjanlegu orku. Við þurfum að auka hlut þeirrar orku og losa okkur við bensín og olíur. Það er alls ekki óraunsætt að ná því takmarki árið 2050, eins og íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir, jafnvel fyrr. Við verðum líka að gæta að jafnvægi milli efnahagslegra verðmæta og áhrifa á umhverfi og samfélag. Við höfum sannarlega enga ástæðu til að gefast upp frammi fyrir þessu risavaxna verkefni, en auðvitað er óumflýjanlegt að beisla meiri græna orku ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum árin 2030 og 2040, hvað þá til að vera laus við bensín og olíur árið 2050. Við þurfum að ná samstöðu um hvaðan græna orkan okkar kemur og hvernig, til hagsbóta fyrir okkur og sem hluti af alþjóðlegri lausn loftslagsmála. Margföldun hjá nágrannaþjóðum Nágrannar okkar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu hafa heldur betur látið hendur standa fram úr ermum á undanförnum árum og þar heldur uppbyggingin áfram. Á meginlandinu er því spáð að endurnýjanleg orkuvinnsla muni sexfaldast fram til ársins 2050. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku heldur uppbygging vindorku áfram af fítonskrafti. Árið 2030 verður vindorkuvinnsla á hinum Norðurlöndunum meira en fjórföld orkuvinnsla Íslands í dag. Þessi lönd ætla sér að taka þátt í þeirri byltingu sem er nauðsynleg til að vinna að bættum og loftslagsvænum heimi byggðum á grænni orku. Ísland þarf ekki að vera neinn eftirbátur þeirra. Bensín eða háskólar? Landsvirkjun hefur hafið undirbúning að framleiðslu á rafeldsneyti. Grænt eldsneyti þarf að koma í stað jarðefnaeldsneytis. Árið 2018 fluttu Íslendingar inn 680 þúsund tonn af bensíni og olíum fyrir innlendar samgöngur. Fyrir það greiddi þjóðin um 50 milljarða króna, sem er sambærileg upphæð og árleg útgjöld ríkissjóðs til háskólanna. Það sem verra er: Við notkun þessa eldsneytis losnuðu um 1,7 milljónir tonna af koldíoxíði út í andrúmsloftið. Þá losun getum við komið í veg fyrir og eigum að gera það. Matvæli framtíðar Aukin vinnsla á endurnýjanlegri, grænni orku skapar ótal tækifæri í matvælaframleiðslu. Þessi stærsta iðngrein í heimi nýtir 37% alls gróðurlendis heims og 70% ferskvatnsnotkunar má rekja til hennar. Matvælaframleiðsla í heiminum öllum er komin að ákveðnum þolmörkum og umhverfisfótspor matvælakerfisins er gríðarlegt – ekki bara með tilliti til gróðurhúsalofttegunda, heldur einnig áhrifa á lífríki jarðar. Matvælaframleiðsla framtíðar verður stýrt hátækniumhverfi. Hér væru kjöraðstæður fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu og um leið yrði að horfa til útflutnings, rétt eins og gert er í sjávarútvegi, enda er íslenskur markaður of lítill til að framleiðslan borgi sig. Græn gagnaver Annar iðnaður framtíðar eru gagnaverin. Í heimi nútíma- og framtíðartækni vex þörfin fyrir þau með hverjum deginum. Hér á landi stendur þeim til boða 100% græn og endurnýjanleg orka, en þar að auki þurfa þau minni orku en víða annars staðar vegna þess kalda loftslags sem hér er. Þarna liggja mikil tækifæri fyrir Íslendinga til að selja orkuna í græna starfsemi gagnavera og fá þannig góðan arð af orkuauðlindinni. Grænar rafhlöður Við vitum einnig að á tímum örrar rafbílavæðingar hefur eftirspurn eftir rafhlöðum aukist hratt. Kolefnisútblásturinn sem sparast við að koma bílum á rafmagn skiptir ekki einungis máli, heldur skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir loftslagið að orkan sem notuð er í framleiðslu rafhlaðanna sé græn. Framlagið til loftslagsmála verður því meira eftir því sem framleiðslan á rafhlöðunum er umhverfisvænni. Slík framleiðsla hér á landi væri eins græn og hugsast gæti og um leið skapaðist ný atvinnugrein, ný störf yrðu til og þjóðin fengi enn og aftur arð af auðlind sinni. Raunhæf markmið Hjá Landsvirkjun höfum við sett metnaðarfull markmið, en við vitum af reynslunni að þau eru raunhæf. Við höfum tvöfaldað raforkuvinnsluna frá árinu 2005, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Frá upphafi starfseminnar á 7. áratug síðustu aldar hefur Landsvirkjun staðið að mikilli uppgræðslu lands. Við gerum það enn og munum gera áfram. Við vitum í hverju lausnin felst. Í fyrsta lagi þurfum við að auka endurnýjanlega orkuvinnslu. Í öðru lagi þurfum við að leggja áherslu á nýsköpun í framleiðslu, nýir tímar kallar á nýja nálgun. Og í þriðja lagi þurfum við að fanga það koldíoxíð sem óhjákvæmilega myndast og ná að nýta það eða farga því. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og leggja sitt af mörkum til nýrrar heimsmyndar. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ætlar að vera í fararbroddi á þeirri vegferð. Og við þurfum að hefjast strax handa. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Loftslagsmál Kristín Linda Árnadóttir Hörður Arnarson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert tonn af koldíoxíði, sem sleppur út í andrúmsloftið, eykur hnattræna hlýnun. Þessi einföldu sannindi er að finna í nýútkominni ástandsskýrslu milliríkjanefndar um loftslagsmál. Skýrslan er sú svartasta hingað til og niðurstaða vísindamannanna sem hana rita er að við þurfum að grípa til stórtækra aðgerða strax, ef ekki á illa að fara. Við höfum enn tækifæri til að grípa í taumana, þótt tíminn sé naumur. Ef við náum að draga verulega úr losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda þá getum við snúið þróuninni við. Fyrstu og augljósustu batamerkin yrðu auðvitað þau að andrúmsloftið yrði hreinna, en hitastig jarðar þyrfti 20-30 ár til að ná jafnvægi. Þar hafa öll hlutverki að gegna, stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. Vissulega er verkefnið ekkert einfalt, enda er losun gróðurhúsalofttegunda samþætt öllu okkar hagkerfi. Fáar þjóðir standa hins vegar jafn vel að vígi og við, með alla okkar endurnýjanlegu orku. Við þurfum að auka hlut þeirrar orku og losa okkur við bensín og olíur. Það er alls ekki óraunsætt að ná því takmarki árið 2050, eins og íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir, jafnvel fyrr. Við verðum líka að gæta að jafnvægi milli efnahagslegra verðmæta og áhrifa á umhverfi og samfélag. Við höfum sannarlega enga ástæðu til að gefast upp frammi fyrir þessu risavaxna verkefni, en auðvitað er óumflýjanlegt að beisla meiri græna orku ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum árin 2030 og 2040, hvað þá til að vera laus við bensín og olíur árið 2050. Við þurfum að ná samstöðu um hvaðan græna orkan okkar kemur og hvernig, til hagsbóta fyrir okkur og sem hluti af alþjóðlegri lausn loftslagsmála. Margföldun hjá nágrannaþjóðum Nágrannar okkar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu hafa heldur betur látið hendur standa fram úr ermum á undanförnum árum og þar heldur uppbyggingin áfram. Á meginlandinu er því spáð að endurnýjanleg orkuvinnsla muni sexfaldast fram til ársins 2050. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku heldur uppbygging vindorku áfram af fítonskrafti. Árið 2030 verður vindorkuvinnsla á hinum Norðurlöndunum meira en fjórföld orkuvinnsla Íslands í dag. Þessi lönd ætla sér að taka þátt í þeirri byltingu sem er nauðsynleg til að vinna að bættum og loftslagsvænum heimi byggðum á grænni orku. Ísland þarf ekki að vera neinn eftirbátur þeirra. Bensín eða háskólar? Landsvirkjun hefur hafið undirbúning að framleiðslu á rafeldsneyti. Grænt eldsneyti þarf að koma í stað jarðefnaeldsneytis. Árið 2018 fluttu Íslendingar inn 680 þúsund tonn af bensíni og olíum fyrir innlendar samgöngur. Fyrir það greiddi þjóðin um 50 milljarða króna, sem er sambærileg upphæð og árleg útgjöld ríkissjóðs til háskólanna. Það sem verra er: Við notkun þessa eldsneytis losnuðu um 1,7 milljónir tonna af koldíoxíði út í andrúmsloftið. Þá losun getum við komið í veg fyrir og eigum að gera það. Matvæli framtíðar Aukin vinnsla á endurnýjanlegri, grænni orku skapar ótal tækifæri í matvælaframleiðslu. Þessi stærsta iðngrein í heimi nýtir 37% alls gróðurlendis heims og 70% ferskvatnsnotkunar má rekja til hennar. Matvælaframleiðsla í heiminum öllum er komin að ákveðnum þolmörkum og umhverfisfótspor matvælakerfisins er gríðarlegt – ekki bara með tilliti til gróðurhúsalofttegunda, heldur einnig áhrifa á lífríki jarðar. Matvælaframleiðsla framtíðar verður stýrt hátækniumhverfi. Hér væru kjöraðstæður fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu og um leið yrði að horfa til útflutnings, rétt eins og gert er í sjávarútvegi, enda er íslenskur markaður of lítill til að framleiðslan borgi sig. Græn gagnaver Annar iðnaður framtíðar eru gagnaverin. Í heimi nútíma- og framtíðartækni vex þörfin fyrir þau með hverjum deginum. Hér á landi stendur þeim til boða 100% græn og endurnýjanleg orka, en þar að auki þurfa þau minni orku en víða annars staðar vegna þess kalda loftslags sem hér er. Þarna liggja mikil tækifæri fyrir Íslendinga til að selja orkuna í græna starfsemi gagnavera og fá þannig góðan arð af orkuauðlindinni. Grænar rafhlöður Við vitum einnig að á tímum örrar rafbílavæðingar hefur eftirspurn eftir rafhlöðum aukist hratt. Kolefnisútblásturinn sem sparast við að koma bílum á rafmagn skiptir ekki einungis máli, heldur skiptir að sjálfsögðu miklu máli fyrir loftslagið að orkan sem notuð er í framleiðslu rafhlaðanna sé græn. Framlagið til loftslagsmála verður því meira eftir því sem framleiðslan á rafhlöðunum er umhverfisvænni. Slík framleiðsla hér á landi væri eins græn og hugsast gæti og um leið skapaðist ný atvinnugrein, ný störf yrðu til og þjóðin fengi enn og aftur arð af auðlind sinni. Raunhæf markmið Hjá Landsvirkjun höfum við sett metnaðarfull markmið, en við vitum af reynslunni að þau eru raunhæf. Við höfum tvöfaldað raforkuvinnsluna frá árinu 2005, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Frá upphafi starfseminnar á 7. áratug síðustu aldar hefur Landsvirkjun staðið að mikilli uppgræðslu lands. Við gerum það enn og munum gera áfram. Við vitum í hverju lausnin felst. Í fyrsta lagi þurfum við að auka endurnýjanlega orkuvinnslu. Í öðru lagi þurfum við að leggja áherslu á nýsköpun í framleiðslu, nýir tímar kallar á nýja nálgun. Og í þriðja lagi þurfum við að fanga það koldíoxíð sem óhjákvæmilega myndast og ná að nýta það eða farga því. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og leggja sitt af mörkum til nýrrar heimsmyndar. Landsvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, ætlar að vera í fararbroddi á þeirri vegferð. Og við þurfum að hefjast strax handa. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar og Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun