Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2021 14:35 Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmið sóttvarnaráðstafana í skólum séu sem fyrr að stuðla að öryggi og velferð nemenda, kennara og annars starfsfólks en jafnframt að tryggja, eftir því sem kostur er, kraftmikið og fjölbreytt skólastarf á öllum skólastigum. „Viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum. Rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geta gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum. Leikskólar: Leikskólabörn eru undanskilin fjöldatakmörkunum, 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu. Samanlagður hámarksfjöldi þeirra sem fæddir eru 2016 og fyrr er 200 í rými. Þegar starfsfólk nær ekki að halda nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk en starfsfólk skal gæta fyllstu varúðar og virða nálægðarmörk eftir því sem frekast er unnt. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi sýni aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæti að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum. Við aðlögun barna skal viðvera foreldra skipulögð þannig að þeir þurfi sem minnst að nota hreinlætis- og mataraðstöðu í skólabyggingum og skulu þeir gæta að nálægðar¬takmörkun jafnt sín á milli og gagnvart starfsfólki. Um viðburði á vegum leikskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar: Grunnskólabörn eru undanskilin 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Samanlagður hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda í rými er 200. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 m) sín á milli ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir börn eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum grunnskóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Tónlistarskólar: Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir 1 metra fjarlægðarreglu og grímuskyldu, en þau skulu hvött til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Þegar starfsfólk og nemendur fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða nálægðarmörk (1 m) ber að nota andlitsgrímu. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi eiga að sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingar og gæta að sóttvörnum. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta í skólabyggingar. Um viðburði á vegum skóla gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Framhaldsskólar og skólar sem kenna á framhaldsskólastigi: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum framhaldsskóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Háskólar: Nemendur og starfsfólk skal bera grímu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Þó er heimilt að víkja frá grímuskyldu eftir að nemendur eru sestir niður inni í skólastofu. Leyfilegur hámarksfjöldi starfsfólks og nemenda er 200 í rými. Blöndun hópa er heimil, hvort sem um ræðir nemendur eða starfsfólk. Umraða má í hópum milli kennslutíma og lesaðstöðu en mælst er til að sótthreinsað verði milli hópa. Um viðburði á vegum skóla eða nemendafélaga þeirra gilda sömu sóttvarnaráðstafanir og 200 manna fjöldatakmörkun fullorðinna. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er fjallað sérstaklega um þrif og sótthreinsun rýma. Skóla skal þrífa eins og oft og unnt er, sér í lagi algenga snertifleti. Auk þess skal minna á einstaklingsbundnar sóttvarnir, tryggja góða loftræstingu og lofta reglulega út. Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira