Peninga til spítalans strax Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 13:51 Logi Einarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmenn Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. Í aðsendum greinum á Vísi frá þessum þingmönnum Samfylkingarinnar kemur fram að ekki gangi lengur að ríkisstjórnin skelli skollaeyrum við hjálparköllum stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins. Það er mikið í húfi: Sóttvarnalæknir hefur gefið það út að það velti nær alfarið á því hvort neyðarkall berist frá spítalanum hvort hann leggi til hertar sóttvarnaraðgerðir innanlands. Starfsemin er komin að þolmörkum. Logi formaður skrifar: „Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður.“ Helga Vala Helgadóttir.Samfylkingin Stöðugildum hafi ekki verið fjölgað Landspítalinn hefur gefið það út að helsti vandi stofnunarinnar á þessari stundu sé mönnun, en ekki endilega húsnæði. Helga Vala, sem er formaður velferðarnefndar Alþingis, skrifar: „Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir.“ Ríkisstjórnin hefur sagt að fjárútlát til sjúkrahúsa hafi aukist á umliðnum árum, en Helga Vala segir að því fé hafi fyrst og fremst verið ráðstafað til byggingar nýs meðferðarkjarna. Ekki til að fjölga stöðugildum - það hafi ríkisstjórnin trassað. Jóhann Páll Jóhannsson frambjóðandi Samfylkingarinnar segir þá í færslu að sjúkrarýmum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár miðað við mannfjölda, að hjúkrunarrýmum hafi ekki fjölgað í takt við mannfjölda og loks að gjörgæslurými hér á landi séu hlutfallslega með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum. Fjármálaráðherra neiti að láta spítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður skrifaði grein á Vísi í gær þar sem kvað við svipaðan tón: „Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening“ var yfirskrift greinarinnar. Þar segir Gunnar Smári sveltistefnu ríkisstjórnarinnar hafa stórskaðað gjörgæslu spítalans, sem sé einmitt það sem nú þurfi að standast. „En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur,“ skrifar Gunnar Smári. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í aðsendum greinum á Vísi frá þessum þingmönnum Samfylkingarinnar kemur fram að ekki gangi lengur að ríkisstjórnin skelli skollaeyrum við hjálparköllum stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins. Það er mikið í húfi: Sóttvarnalæknir hefur gefið það út að það velti nær alfarið á því hvort neyðarkall berist frá spítalanum hvort hann leggi til hertar sóttvarnaraðgerðir innanlands. Starfsemin er komin að þolmörkum. Logi formaður skrifar: „Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður.“ Helga Vala Helgadóttir.Samfylkingin Stöðugildum hafi ekki verið fjölgað Landspítalinn hefur gefið það út að helsti vandi stofnunarinnar á þessari stundu sé mönnun, en ekki endilega húsnæði. Helga Vala, sem er formaður velferðarnefndar Alþingis, skrifar: „Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir.“ Ríkisstjórnin hefur sagt að fjárútlát til sjúkrahúsa hafi aukist á umliðnum árum, en Helga Vala segir að því fé hafi fyrst og fremst verið ráðstafað til byggingar nýs meðferðarkjarna. Ekki til að fjölga stöðugildum - það hafi ríkisstjórnin trassað. Jóhann Páll Jóhannsson frambjóðandi Samfylkingarinnar segir þá í færslu að sjúkrarýmum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár miðað við mannfjölda, að hjúkrunarrýmum hafi ekki fjölgað í takt við mannfjölda og loks að gjörgæslurými hér á landi séu hlutfallslega með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum. Fjármálaráðherra neiti að láta spítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður skrifaði grein á Vísi í gær þar sem kvað við svipaðan tón: „Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening“ var yfirskrift greinarinnar. Þar segir Gunnar Smári sveltistefnu ríkisstjórnarinnar hafa stórskaðað gjörgæslu spítalans, sem sé einmitt það sem nú þurfi að standast. „En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur,“ skrifar Gunnar Smári.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01