Styrkir Landspítalann fyrir hverja neikvæða athugasemd um sjálfan sig Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. ágúst 2021 16:25 Nökkvi Fjalar Orrason lætur gott af sér leiða. Athafnamaðurinn og áhrifavaldurinn Nökkvi Fjalar Orrason ætlar að styrkja Landspítalann um 118 þúsund krónur. Það eru þúsund krónur fyrir hvert neikvætt tvít sem hefur verið skrifað um hann síðastliðna viku. Óhætt er að segja að Nökkvi hafi verið á milli tannana á fólki undanfarið fyrir ákvörðun sína um að láta ekki bólusetja sig. Kvaðst hann treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar. Sjá: Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Fjölmargir hafa deilt skoðun sinni á ákvörðun Nökkva á samfélagsmiðlum og einhverjir farið ófögrum orðum um hann. Nökkvi hefur þó ákveðið að gera gott úr stöðunni og ætlar hann að gefa þúsund krónur til Landspítalans fyrir hverja neikvæða athugasemd sem skrifuð hefur verið um hann á Twitter í vikunni. Hann fékk vin sinn til þess að telja athugasemdirnar. Neikvæðu athugasemdirnar eru að minnsta kosti 118 talsins og mun Nökkvi því styrkja spítalann um 118 þúsund krónur. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Í myndskeiði sem Nökkvi birti á Instagram síðu sinni les hann nokkur af sínum uppáhalds neikvæðu tvítum um sjálfan sig. Eins og sjá má á myndskeiðinu tekur Nökkvi neikvæðum athugasemdum ekki nærri sér og hlær hann innilega að hverri og einni. Þá áréttir hann jafnframt að hann telji ekki að dagbókarskrif muni bjarga honum frá veirunni. „Við þurfum öll að standa saman í gegnum þetta. Ég þakka falleg skilaboð undanfarnar vikur sem og önnur skilaboð...“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Veirunni sama hvað þú skrifar margar tilfinningar í dagbók Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. 11. ágúst 2021 10:36 Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Óhætt er að segja að Nökkvi hafi verið á milli tannana á fólki undanfarið fyrir ákvörðun sína um að láta ekki bólusetja sig. Kvaðst hann treysta á heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar. Sjá: Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Fjölmargir hafa deilt skoðun sinni á ákvörðun Nökkva á samfélagsmiðlum og einhverjir farið ófögrum orðum um hann. Nökkvi hefur þó ákveðið að gera gott úr stöðunni og ætlar hann að gefa þúsund krónur til Landspítalans fyrir hverja neikvæða athugasemd sem skrifuð hefur verið um hann á Twitter í vikunni. Hann fékk vin sinn til þess að telja athugasemdirnar. Neikvæðu athugasemdirnar eru að minnsta kosti 118 talsins og mun Nökkvi því styrkja spítalann um 118 þúsund krónur. View this post on Instagram A post shared by Nokkvi Fjalar (@nokkvifjalar) Í myndskeiði sem Nökkvi birti á Instagram síðu sinni les hann nokkur af sínum uppáhalds neikvæðu tvítum um sjálfan sig. Eins og sjá má á myndskeiðinu tekur Nökkvi neikvæðum athugasemdum ekki nærri sér og hlær hann innilega að hverri og einni. Þá áréttir hann jafnframt að hann telji ekki að dagbókarskrif muni bjarga honum frá veirunni. „Við þurfum öll að standa saman í gegnum þetta. Ég þakka falleg skilaboð undanfarnar vikur sem og önnur skilaboð...“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Veirunni sama hvað þú skrifar margar tilfinningar í dagbók Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. 11. ágúst 2021 10:36 Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Veirunni sama hvað þú skrifar margar tilfinningar í dagbók Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. 11. ágúst 2021 10:36
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi í stað bólusetningar Nökkvi Fjalar Orrason segist ekki vera á móti bólusetningum. Hann ætli þó í það minnsta í bili að treysta á að heilbrigt líferni og öflugt ónæmiskerfi geti verið ein öflugasta vörnin gegn Covid-19. 7. ágúst 2021 14:15