Hænur verða ekki lengur lokaðar inn í búrum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2021 13:03 Varphænur verða ekki í búrum frá næstu áramótum en um 260 þúsund slíkar hænur eru í landinu. Vísir/Magnús Hlynur Allar varphænur landsins, sem er um 260 þúsund sleppa úr búrum sínum úr næstu áramótum og verða þess í stað í lausagöngu á gólfi. Með þessu er verið að mæta nýrri reglugerð um velferð alifugla. Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán. Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Á Íslandi eru tíu eggjaframleiðendur með um 260 þúsund varphænur. Hænurnar hafa verið í búrum en nú munu þau hverfa úr öllum hænsnabúum frá og með næstu áramótum. Stefán Már Símonarson er formaður Félags eggjabænda og framkvæmdastjóri Nesbús á Vatnsleysuströnd. „Samkvæmt núverandi reglugerð eigum við að vera búnir að þessu um áramótin hvort sem það tekst nú eða ekki hjá öllum því að skipulagsmál og annað hefur aðeins verið að tefja fyrir en það er allt á fullu hjá okkur í þessu að afleggja búrin“, segir Stefán. En verða hænurnar ekki ánægðar að komast út úr búrunum? „Ég veit það nú ekki en það verður allavega miklu skemmtilegra hjá þeim, það verður meira fjör,“ bætir Stefán við. Stefán Már Símonarson, sem er formaður Félags eggjabænda á Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Már segir að það munu kosta eggjabændur um 3 milljarða króna að breyta úr búrum í lausagöngu því lausagönguhænur þurfi meira rými en búrhænur og því þurfi eggjaframleiðendur mun stærri hús en áður til að framleiða sama magn af eggjum. Hann segir að dýravelferð spili stórthlutverk í breytingunni með búrin. „Þetta er það sem neytendur vilja þannig að við erum að fylgja kröfu neytenda í þessu. Það þykir ekki dýravænt að hafa hænurnar aflokaðar í svona litlum rýmum þannig að jú, jú, það má segja að málið snúist um dýravelferð,“ segir Stefán.
Vogar Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira