Fyrir og eftir myndir geta verið skaðlegar og valdið skömm Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 17:32 Aldís Eva Friðriksdóttir hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar eftir myndir, til þess að forðast að láta öðrum líða illa. Á samfélagsmiðlum má finna milljónir mynda merktar #beforeandafter. Aðsend mynd „Það eru einhverjir sem verða fyrir engum áhrifum af þessum myndum en í flestum tilfellum eru þessar myndir að sýna myndir af feitum líkama fyrir og svo stæltari og grennri líkama eftir.“ segir Aldís Eva Friðriksdóttir sálfræðingur um svokallaðar fyrir og eftir myndir. Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
Aldís Eva ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og sagði þar að á vissan hátt geti fyrir og eftir myndir af þyngdartapi einstaklinga haft skaðleg áhrif á aðra og þá sérstaklega sjálfsmynd fólks. Geta upplifað skömm Í viðtalinu segir Aldís Eva að þetta geti sérstaklega haft áhrif á ungt fólk og þá einstaklingana sem líta á fyrri myndina og upplifa hana eins og sinn líkama. „Og fá þar skilaboðin, líkaminn minn er ekki réttur eins og hann er. Núna þarf ég að breyta honum eða fara í megrun eða eitthvað til þess að hann verði félagslega viðurkenndur og heilbrigður eins og þessi mynd er að sýna,“ útskýrir Aldís Eva. „Þetta getur líka haft þau áhrif að þegar við byrjum að reyna að breyta líkamanum okkar þá förum við að beita einhverjum aðferðum sem geta ekki endilega verið heilbrigðar. Þetta getur líka alið á skömm sem er ekki jafn heilbrigð og við vildum vissulega hafa hana.“ Aldís Eva segir að þó séu vissulega einhverjir einstaklingar sem líti einfaldlega á myndirnar sem áhugahvatningu og fyllist uppblæstri af þeim. „Rannsóknir viðrast sýna að það eru færri sem upplifa þessar myndir þannig og fleiri sem upplifa frekar vanlíðan og eru að líta verr á eigin líkama.“ Endurspeglar ekki alltaf raunveruleikann Það er þá oft vegna samanburðarins sem myndirnar valda í huga viðkomandi. „Eftirmyndin er þá lituð af heimi samfélagsmiðla sem geta verið glansmyndir. Það er í raun verið að segja, lífið mitt er miklu betra og miklu meira virði af því að ég fór að taka á í mataræðinu og ýmsilegt annað. En þetta hentar ekki öllum því að sumir líkamar geta ekki breyst út af erfðum og öðrum hlutum.“ Aldís Eva segir að Instagram sé að koma þarna vel út, enda sé þar mikið um glansmyndir. „Við erum að bera okkur saman við eitthvað sem endurspeglar kannski ekki raunveruleikann.“ Vandamálið er þó ekki bara bundið við myndir og myndbönd á Instagram. „Svo er TikTok ekki að koma neitt sérstaklega vel út heldur af því að „algorythminn“ er að safna ennþá meira saman alls konar myndböndum um útlit og um óheilbrigðar matarvenjur þannig að notendur TikTok sem eru í flestum tilfellum börnin okkar, eru að fá þetta beint í æð.“ Hvaða líkama er ég að heiðra? Hún bendir á að samfélagsmiðlalæsi ungmenna sé ekki jafn gott og því geri þau sér ekki alltaf grein fyrir því hvað sé raunverulegt og hvað ekki. Því geti fyrir og eftir myndir haft mikil áhrif á börn og unglinga. Aldís Eva hvetur fólk til þess að íhuga að birta frekar bara eftir myndina. „Þetta er frjáls heimur og við eigum algjörlega að birta það efni sem við viljum birta en maður getur spurt sig, hvaða líkama er ég að heiðra og hvaða líkama ég er að setja ekki í ekki það skírt ljós sem gæti komið niður á einhverjum öðrum.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Reykjavík síðdegis Heilsa Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira