Andri Hjörvar: Við viljum vera ofar í töflunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2021 21:12 Andri Hjörvar var virkilega sáttur með þrjú stig í kvöld. Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, var eðlilega sáttur við stigin þrjú gegn Tindastól í kvöld. Bæði lið þurftu nausynlega á sigri að halda í botnbaráttunni og Andri segist vera mjög sáttur við spilamennsku liðsins. „Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Frábær tilfinning. Við erum búinn að bíða eftir þessum þremur stigum á heimavelli mjög lengi og tilfinningin er bara æðisleg. Við erum mjög sátt,“ sagði Andri Hjörvar þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Tindastóll í dag en þetta var fyrsti sigurleikur Þór/KA á heimavelli á tímabilinu. „Mér fannst við gera þetta mjög vel. Það var mikill orka í stelpunum og þær náðu að pressa mjög vel. Neyddu Tindastóls stelpurnar í langa bolta og ekki endilega gott spil hjá þeim. Svo fer þetta í svona hálfgert jojo. Við missum aðeins taktinn en út í gegn er ég bara mjög sáttur við framlagið og spilamennskuna í dag.“ Bæði lið eru í neðri hlutanum í deildinni og þurftu nauðsynlega á sigri á halda upp á framhaldið. „Það þurfti ekkert að peppa þær mikið. Sex stiga leikir eru mikill áskorun fyrir bæði lið en þær voru bara tilbúnar í slaginn og ég held að það hafi bara sést í dag að þær lögðu sig 150% fram og við uppskárum þrjú stig.“ Þór/KA fer upp í 6. sætið með 18 stig eftir leiki dagsins. „Við megum ekkert slaka á. Það eru þrír erfiðir leikir eftir og við verðum að gjöra svo vel og ná í punkta þar til að geta verið sáttar. Við lögðum upp með það í byrjun tímabils að vera ofarlega í töflunni og það er ennþá hægt. Við bara reynum að safna eins mörgum þremur punktum og við getum í þessum þremur leikjum.“ Framlína Þór/KA var kröftug í dag og mikill hraði sem einkenndi sóknarmenn Þór/KA. „Þær hafa komið mjög vel inn í þetta. Colleen hefur náttúrulega verið með okkur frá byrjun og er alltaf að bæta sig. Hún er að komast betur inn í leikinn, hörku dugleg og hleypur endalaust. Shaina er frábær í sínu upp á topp, hún kann alveg leikinn og getur gert ýmislegt til að hjálpa okkur.“ Eins og vill oft verða þegar líður á tímabilið á Íslandi þá fara leikmenn út í nám. Þrír leikmenn Þór/KA eru farnar út í nám og Jakobína með slitið krossband. „Það eru stelpur farnar út í nám og Jakobína Hjörvarsdóttir sleit krossbönd nú á dögunum og verður frá. Svo er tognun hér og þar en þessu má alveg við búast. Við verðum bara að vera tilbúnar til að díla við það. Við vorum með ungan bekk í dag og kannski verður það þannig það sem eftir lifir móts en við erum ekkert að brotna fyrir það.“ Næsta verkefni Þór/KA er Þróttur R. á útivelli. „Mér líst mjög vel á það. Ég get viðurkennt að ég hef beðið eftir Þróttara leiknum mjög lengi. Við spiluðum við þær hér heima og töpuðum 1-3 og eigum harmi að herma eftir þann leik. Við hlökkum til að fara suður og í þetta stríð.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira