Þegar mér var nóg boðið og fór í framboð Viðar Eggertsson skrifar 18. ágúst 2021 19:00 Haustið 2019 urðu straumhvörf hjá mér. Það er saga að segja frá því hvað stórviðri skall á í mínum huga, þennan annars stillta haustdag, og ég sá að ég varð að gera eitthvað róttækt: Mér hafði verið boðið í áhugaverðan þátt Kastljós RÚV sem var Borgarafundur um málefni eldri borgara, þessa stóra og breiða aldurshóps sem kominn er á þriðja æviskeiðið. Metnaðarfull framkvæmd og þakkarverð. Umræðunni á fundinum var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum.Ég fékk að vera í tveim fyrstu hlutunum sem fjölluðu annars vegar um Hver er staðan nú? og hins vegar Hvað svo…? Þar leitaðist ég við að vekja athygli á þeim kjörum sem fólki á þessu breiða aldursskeiði er búið, þegar kemur að eftirlaunum. Þó það virtist ekki vera vinsælt að koma inn á þau málefni í þessum tveim hlutum, því það efni var aðal umræðuefnið í þriðja og síðasta hluta þessa Borgarafundar. Vanþekking stjórnarþingmannsins Með mér í öðrum hluta þessara tveggja panela var stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sem virtist lítið þekkja til sögu lífeyrissjóða annars vegar og almannatrygginga hins vegar. Hann hélt fram þeim síðari tíma málatilbúnaði að lífeyrissjóðirnir hefðu verið hugsaðir sem fyrsta stoð í eftirlaunakerfinu, en almannatryggingar önnur stoð. Þarna er málum rækilega snúið á hvolf. Það þekkja allir sem hafa kynnt sér söguna af upphafi lífeyrissjóðanna að þessu var þveröfugt farið. Ég mótmælti að sjálfsögðu harðlega þessari kostulegu söguskýringu hans. „Eftirlaun” betri borgara – „Bætur” launafólks Kannski er þingmanninum vorkunn, því hann er í flokki undir forystu manns sem fer um þessar mundir með ráðuneyti fjármála í ríkisstjórn. Sá formaður og um leið fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að halda því fram bæði í riti og ræðu – þar á meðal úr ræðupúlti Alþingis - að eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum væru 300 þúsund krónur á mánuði. Um 50.000 landsmenn vita það á eigin skinni og buddu að það er ekki rétt. Eftirlaun frá almannatryggingum, sem hafa lítillega hækkað síðan árið 2019, eru nú 266.033 kr. fyrir skatt og skerðingar. Reyndar hefur ráðherrann oftast kallað þessi eftirlaun til almennra þegna landsins hinu háðulega nafni: „Bætur.” Eftirlaun almennings koma úr sama ríkissjóði og eftirlaun þingmanna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „Bætur,” - af einhverjum ástæðum. Þess er vert að geta að um 20% eftirlaunafólkssem býr eitt og er ógift gefst tækifæri á sérstakri heimilisuppbót - jú rétt, það eru bætur – nú að hámarki 67.2255 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskyldu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarríkinu. Ef það gerir það þá er það umsvifalaust svipt þessari uppbót. Eldri borgara og öryrkjar skildir eftir utangarðs Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá sitja tveir hópar samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar og öryrkjar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Þá hefst venjulega undarleg reiknikúnst á vísitöluhækkunum sem endar sem skertari hækkun á launum þessa fólks en aðrir hafa fengið. Því hefur orðið sívaxandi kjaragliðnun milli lægstu launa á landinu annars vegar og greiðslna úr almannatryggingum hins vegar. Að lifa fyrrtur í sápukúlu Því miður var ég ekki í þeim hluta Borgarafundarins í Kastljósi sem fjallaði sérstaklega um launakjör og afkomu eldri borgara. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins fyrrnefnda sem þarna var með í umræðunni og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón [sic!] í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum. Sem sagt: Allt venjulegt eftirlaunafólk á að blæða vegna örfárra sem hafa það mjög gott! Kannski sýnir þetta sápukúluna og fyrringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum - nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa? Raunveruleiki eldra fólks Hitt þekki ég aftur á móti vel - af miklum fjölda fólks - sem hefur í kringum 170.000 kr. í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 266.033 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr lang stærsti hluti eldri borgara þessa lands. Síðaner fjöldi fólks sem ber minna úr býtum... Eftir reynslu mína af málatilbúnaði stjórnarþingmannsins var mér nóg boðið! Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í framboð og berjast fyrir eldra fólk á lélegum eftirlaunum – og hér er ég nú tilbúinn til að berjast fyrir betri kjör. Vertu með mér laugardaginn 25. september og breytum því að venjulegt eftirlaunafólk verði að lifa undir opinberu framfærsluviðmiði. Við þurfum mannúðlegri ríkistjórn. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Viðar Eggertsson Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Haustið 2019 urðu straumhvörf hjá mér. Það er saga að segja frá því hvað stórviðri skall á í mínum huga, þennan annars stillta haustdag, og ég sá að ég varð að gera eitthvað róttækt: Mér hafði verið boðið í áhugaverðan þátt Kastljós RÚV sem var Borgarafundur um málefni eldri borgara, þessa stóra og breiða aldurshóps sem kominn er á þriðja æviskeiðið. Metnaðarfull framkvæmd og þakkarverð. Umræðunni á fundinum var skipt upp í þrjú meginþemu og skipt um fólk í panel eftir þemum.Ég fékk að vera í tveim fyrstu hlutunum sem fjölluðu annars vegar um Hver er staðan nú? og hins vegar Hvað svo…? Þar leitaðist ég við að vekja athygli á þeim kjörum sem fólki á þessu breiða aldursskeiði er búið, þegar kemur að eftirlaunum. Þó það virtist ekki vera vinsælt að koma inn á þau málefni í þessum tveim hlutum, því það efni var aðal umræðuefnið í þriðja og síðasta hluta þessa Borgarafundar. Vanþekking stjórnarþingmannsins Með mér í öðrum hluta þessara tveggja panela var stjórnarþingmaður úr Sjálfstæðisflokknum sem virtist lítið þekkja til sögu lífeyrissjóða annars vegar og almannatrygginga hins vegar. Hann hélt fram þeim síðari tíma málatilbúnaði að lífeyrissjóðirnir hefðu verið hugsaðir sem fyrsta stoð í eftirlaunakerfinu, en almannatryggingar önnur stoð. Þarna er málum rækilega snúið á hvolf. Það þekkja allir sem hafa kynnt sér söguna af upphafi lífeyrissjóðanna að þessu var þveröfugt farið. Ég mótmælti að sjálfsögðu harðlega þessari kostulegu söguskýringu hans. „Eftirlaun” betri borgara – „Bætur” launafólks Kannski er þingmanninum vorkunn, því hann er í flokki undir forystu manns sem fer um þessar mundir með ráðuneyti fjármála í ríkisstjórn. Sá formaður og um leið fjármálaráðherra hefur verið óþreytandi að halda því fram bæði í riti og ræðu – þar á meðal úr ræðupúlti Alþingis - að eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum væru 300 þúsund krónur á mánuði. Um 50.000 landsmenn vita það á eigin skinni og buddu að það er ekki rétt. Eftirlaun frá almannatryggingum, sem hafa lítillega hækkað síðan árið 2019, eru nú 266.033 kr. fyrir skatt og skerðingar. Reyndar hefur ráðherrann oftast kallað þessi eftirlaun til almennra þegna landsins hinu háðulega nafni: „Bætur.” Eftirlaun almennings koma úr sama ríkissjóði og eftirlaun þingmanna og ráðherra, þó hefur hvorki hann né aðrir kallað eftirlaun þingmanna og ráðherra: „Bætur,” - af einhverjum ástæðum. Þess er vert að geta að um 20% eftirlaunafólkssem býr eitt og er ógift gefst tækifæri á sérstakri heimilisuppbót - jú rétt, það eru bætur – nú að hámarki 67.2255 kr. fyrir skatt og skerðingar. En bara að því tilskyldu að þessi hópur eftirlaunafólks hafi ekki flúið land til að skrimta skár á eftirlaunum sínum þar sem verðlag er skaplegra en hér í alsældarríkinu. Ef það gerir það þá er það umsvifalaust svipt þessari uppbót. Eldri borgara og öryrkjar skildir eftir utangarðs Hvernig sem veður skipast í launahækkunum á almennum vinnumarkaði og hvaða Lífskjarasamningar eru undirritaðir til lífskjarabóta almúgans í beinum útsendingum helstu miðla landsins, þá sitja tveir hópar samfélagsins eftir í skammarkróknum: Eldri borgarar þessarar þjóðar og öryrkjar. Þeim er gert að bíða til áramóta hverju sinni eftir sinni launahækkun. Þá hefst venjulega undarleg reiknikúnst á vísitöluhækkunum sem endar sem skertari hækkun á launum þessa fólks en aðrir hafa fengið. Því hefur orðið sívaxandi kjaragliðnun milli lægstu launa á landinu annars vegar og greiðslna úr almannatryggingum hins vegar. Að lifa fyrrtur í sápukúlu Því miður var ég ekki í þeim hluta Borgarafundarins í Kastljósi sem fjallaði sérstaklega um launakjör og afkomu eldri borgara. Ég segi því miður, því þá hefði ekki staðið á mér að mótmæla orðum stjórnarþingmannsins fyrrnefnda sem þarna var með í umræðunni og fannst sæma að taka sem dæmi um kjör eldri borgara að fólk hefði milljón [sic!] í greiðslur úr lífeyrissjóði á mánuði og því væri rétt að skerða eftirlaun eldri borgara frá almannatryggingum. Sem sagt: Allt venjulegt eftirlaunafólk á að blæða vegna örfárra sem hafa það mjög gott! Kannski sýnir þetta sápukúluna og fyrringuna sem fólk getur verið haldið sem vílar og dílar með kjör okkar á Alþingi. Því ekki þekki ég neinn sem hefur rétt á slíkum greiðslum - nema þá kannski helst alþingismenn sjálfa? Raunveruleiki eldra fólks Hitt þekki ég aftur á móti vel - af miklum fjölda fólks - sem hefur í kringum 170.000 kr. í greiðslu frá lífeyrissjóði og þegar ríkið hefur beitt skatta- og skerðingahníf sínum á greiðslurnar frá almannatryggingum, 266.033 kr., þá situr fólk eftir með alls um 300.000 kr. til að lifa á. Það er undir framfærsluviðmiði hins opinbera. Í þeirri gruggugu súpu situr lang stærsti hluti eldri borgara þessa lands. Síðaner fjöldi fólks sem ber minna úr býtum... Eftir reynslu mína af málatilbúnaði stjórnarþingmannsins var mér nóg boðið! Það er ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í framboð og berjast fyrir eldra fólk á lélegum eftirlaunum – og hér er ég nú tilbúinn til að berjast fyrir betri kjör. Vertu með mér laugardaginn 25. september og breytum því að venjulegt eftirlaunafólk verði að lifa undir opinberu framfærsluviðmiði. Við þurfum mannúðlegri ríkistjórn. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun