Þetta staðfestir Þórunn Hrund Ólafsdóttir, skólastjóri leikskólans, við Vísi í kvöld. „Það kom upp smit hjá barni á leikskóladeildinni og við þurftum öll að fara í sóttkví,“ segir hún. Börnin eru 25 og kennararnir 10.
Spurð hvort hún óttist að svona eigi skólaárið eftir að verða; ein og ein vika falli út þar sem allir verði að fara í sóttkví segist hún auðvitað vona að svo veðri ekki.
„Við höfum nú sloppið hingað til. Við vonumst bara til þess að þetta verði til þess að forða okkur frá því að þetta gerist aftur,“ segir hún.
Öll börnin og kennararnir fóru í sýnatöku í dag og eiga að fá niðurstöður úr henni á morgun.