Hornamaðurinn knái og liðsfélagar hans hjá Póllandsmeisturum Vive Kielce eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir komandi leiktíð. Kielce lék í gegn Taganrog frá Rússlandi í gær en leikurinn er hluti af æfingamóti sem nú fer fram. Handbolti.is greindi frá þessu fyrr í dag.
Sigvaldi Björn var á leið í skyndisókn eftir að Rússarnir misstu boltann en leikmaður rússneska liðsins tók ekki eftir Íslendingnum með þeim afleiðingum að þeir skullu harkalega saman.
Bertus Servaas, forseti Kielce, sagði á samfélagsmiðlinum Twitter fyrr í dag að Sigvaldi Björn myndi ekki spila gegn Füchse Berlin. Hann fór hins vegar ekki nánar út í hversu lengi Sigvaldi yrði frá keppni.
Today against Fuchsa Berlin. This will be an interesting game to check where we are. Of course both teams are not complete but it will be interesting anyway. Sigvaldi will also not play dur to this accident with his head yesterday.
— Bertus Servaas (@BertServaas) August 19, 2021
Þá svaraði hann stuðningsmanni félagsins sem spurði út í Hauk Þrastarson sem sleit krossband í hné í október á síðasta ári. Servaas segir félagið standa við bakið á Hauki sem fái allan þann tíma sem þurfi til þess að jafna sig af meiðslunum.
Vive Kielce vann leikinn gegn Taganrog með tíu marka mun, 34-24.