Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 14:58 Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16
Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50