Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Snorri Másson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 19. ágúst 2021 20:17 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar. Stöð 2 Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Mikið flakk verður á börnum í Fossvoginum í vetur en vandamál virðast nú vera uppi í flestum skólabyggingum á svæðinu. Mygla er í leikskólanum Kvistaborg og fer kennslan fram í Safamýraskóla í næstu viku og gæti verið þar fram í febrúar á næsta ári. Gámar á lóð Fossvogsskóla eru þá ekki tilbúnir og því verður ekki hægt að halda kennslu þar. Fyrsti bekkur fær kennslu á lóðinni en 2. til 4. bekkur fá kennslu í Víkingsheimilinu, meðal annars frammi á gangi byggingarinnar. Skólaráð og fulltrúar borgaryfirvalda komu saman til fundar síðdegis til að ræða stöðuna. Fulltrúi foreldra í skólaráði sagði í samtali við Stöð 2 eftir fundinn að hugsanlega væri verið að skoða aðra möguleika en að senda börnin í Víkingsheimilið, sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra í skólaráði Fossvogsskóla.Vísir/Sigurjón „Ég er ekki bjartsýnn á að það finnist góð lausn. Það er það stutt þar til skólinn verður settur að úr þessu verðum við alltaf að horfa á að illskásti kosturinn verði fyrir valinu,“ sagði Agnar Freyr Helgason, fulltrúi foreldra. Alexandra Briem segir að hún væri líklega reið ef hún væri í þeirri stöðu sem foreldrarnir eru í, en að lausnir séu í sjónmáli. Þó sé sennilegt að Víkingsheimilið verði notað í einhverri mynd, þótt aðrar lausnir hafi verið ræddar. „Það sem ég myndi segja að væri kannski lélegast í þessu hjá okkur er að við höfum ekki haft nógu góðan innri verkferil til að taka á þessu,“ sagði Alexandra. Fjallað var um málefni Fossvogsins í kvöldfréttum Stöðvar 2: Þar sagði eitt foreldrið, Sólrún Dröfn Björnsdóttir, að ekki væri við Víkinga að sakast hve aðstæður væru bágar í húsnæði þeirra, heldur við borgina. „Það er sérstakt að enginn hjá Reykjavíkurborg skuli hafa tekið ábyrgð og nauðsynlegar ákvarðanir í vor þegar það var ljóst að ekki var hægt að nota skólahúsnæði Fossvogsskóla. Einnig var þá komin sátt um að reisa ætti færanlegar kennslustofur við skólann. Þetta ákvarðana- og framkvæmdaleysi er á ábyrgð borgarstjóra og stjórnenda borgarinnar. Það er sárt að hugsa til þess að börnin okkar þurfa að búa við og taka afleiðingum af svona aðgerðaleysi,“ sagði Sólrún.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira