Segir Green Bay vera að neyða Rodgers til að vera áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 12:15 Rodgers stytti samning sinn við Green Bay í sumar og leitar líklega á önnur mið að komandi leiktíð lokinni. Quinn Harris/Getty Images Stephen A. Smith, álitsgjafi á ESPN, segir að leikstjórnandinn Aaron Rodgers hjá Green Bay Packers í bandarísku NFL-deildinni sé haldið hjá félaginu gegn hans eigin vilja. Rodgers komst að samkomulagi við félagið í sumar um að stytta samning sinn um eitt ár og rennur hann út eftir komandi tímabil. Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Rodgers er orðinn 37 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril í NFL-deildinni, frá árinu 2005, fyrir þá grænklæddu. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins (MVP) á síðustu leiktíð en það var í þriðja sinn sem hann hlýtur þau verðlaun. Eftir góða leiktíð tapaði Green Bay hins vegar fyrir Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers í undanúrslitum í úrslitakeppninni sem var fjórða tap Packers á því stigi keppninnar í röð. Enginn leikstjórnandi hefur tapað fjórum slíkum leikjum í röð og fóru fljótlega af stað sögusagnir þess efnis að Rodgers vildi burt frá félaginu til að freista þess að vinna NFL-titilinn annars staðar. Þrátt fyrir magnaðan feril hefur Rodgers aðeins tekist einu sinni að vinna Ofurskálina sem gerðist fyrir tíu árum síðan, árið 2011. Í lok júlí tilkynntu Packers um breytingu á samningi Rodgers þar sem hann var styttur, frá 2023 til 2022, og verður Rodgers því laus ferða sinna næsta sumar. Stephen A. Smith, álitsgjafi hjá ESPN, segir Rodgers hafa engan áhuga á að vera áfram hjá félaginu en hann eigi engra annarra kosta völ. „Green Bay Packers eru að halda Aaron Rodgers þvert á hans vilja,“ segir Smith. „Aaron Rodgers vill ekki vera þarna, en hann er þarna núna vegna þess að hann hafði engra annarra kosta völ. Það er alveg á hreinu að hann vildi yfirgefa félagið, Green Bay neitaði því og þess vegna er hann þarna,“ „Hann hafði aðeins einn annan kost í stöðunni, sem var að leggja skóna á hilluna og spila engan fótbolta í ár. Að öðru leyti hafði hann engan annan kost í stöðunni en að spila fyrir Green Bay Packers,“ segir Smith sem sagði töluvert meira um stöðu hans hjá félaginu en ummæli hans má sjá í spilaranum að ofan. Hann lætur þau falla þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar. Undirbúningstímabilið er í fullum gangi í NFL-deildinni en deildarkeppnin hefst 9. september næst komandi. Fjöldi leikja verður í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sport í vetur. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira