Hljóp maraþon í fyrsta skipti fyrir foreldra sem missa fóstur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 20:33 Vilhjálmur og kærasta hans Elín Edda í morgun. Vilhjálmur hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti. facebook/Vilhjálmur Þór Svansson Vilhjálmur Þór Svansson hljóp maraþon í fyrsta skipti í dag til styrktar samtökunum Gleym mér ei. Hann hefur þegar safnað um 610 þúsund krónum fyrir félagið en vonast til að safna enn meiru þó hlaupinu sé lokið. Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Vilhjálmur ætlaði sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið er árlega og átti að fara fram í morgun en því var frestað vegna samkomutakmarkana. Margir hlupu sitt eigið hlaup í dag þrátt fyrir þetta og ákvað hlaupahópurinn HHHC að ganga skrefinu lengra og setja upp sömu hlaupaleið og Reykjavíkurmaraþon hefur gert, leigðu búnað til tímatöku og voru með drykkjarstöðvar á leiðinni. Þar gekk Vilhjálmi vel; hafði einsett sér að hlaupa fyrsta maraþonið á undir þremur klukkustundum sem hafðist en hann hljóp á 2:58:38 í morgun. „Ég ákvað að hlaupa fyrir þetta félag, Gleym mér ei, sem hafði hjálpað mér og minni kærustu eftir að við misstum fóstur í vor. Þetta er alveg ótrúlegt félag sem hefur hjálpað mörgum og mig langaði að safna pening fyrir það svo það gæti haldið starfi sínu áfram eftir erfitt síðasta ár vegna heimsfaraldursins,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur og Elín Edda kynntust samtökunum eftir að hafa misst fóstur í vor.aðsend Gefa foreldrum fallega minningarkassa „Þegar við misstum fóstur fengum við svona minningarkassa frá Gleym mér ei, sem við erum alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þar var fótspor fóstursins, minningarbók og bangsi og alls konar sem hefur hjálpað okkur mjög í ferlinu,“ segir hann. Slíkir minningarkassar eru ekki ókeypis, kosta reyndar 25 þúsund krónur hver fyrir styrktarfélagið en foreldrar fá þá frítt. „Mig langaði að safna fyrir þau svo þau geti haldið þessu áfram og gefið fleiri foreldrum, sem munu því miður lenda í þessari stöðu, svona kassa.“ Hér má sjá minningarkassa frá Gleym mér ei.Gleym mér ei Gleym mér ei gaf Landspítalanum einnig kælivöggu nýlega en slíkar vöggur gefa foreldrum auka tíma með börnunum. Vilhjálmur hafði sett sér það markmið að safna 500 þúsund krónum fyrir félagið. Það hafðist og gott betur, því hann var búinn að safna um 610 þúsundum þegar hann athugaði síðast í dag. Söfnunin er þó enn opin næstu vikur og vonar Vilhjálmur að fleiri vilji styrkja félagið. „Ég mun bara halda ótrauður áfram að safna fyrir Gleym mér ei á meðan söfnunin er opin fram í september.“ Hér er hægt að styrkja Gleym mér ei í gegn um Vilhjálm
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira