Dóta- og dýradagarnir Hildur Sverrisdóttir skrifar 22. ágúst 2021 07:01 Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi. Það er búið að vera með ólíkindum að fylgjast með þeirri sorgarsögu húsnæðismála sem gamli skólinn minn hefur gengið í gegn um undanfarin misseri. Í þeirri sögu má tína mýmargt til sem augljóslega hefði getað farið miklu betur hjá borgaryfirvöldum en ég vil sérstaklega staldra við ábyrgðarleysið sem flokkarnir í meirihluta hafa orðið uppvísir að. Grafarþögn þeirra allra gagnvart málinu er ærandi. Það er svo sem gömul saga og ný að stjórnmálamenn kjósi að hlaupa í felur og freista þess að storminn lægi án þess að þurfa að kljást við hann. En það verður að viðurkennast að það er sérstaklega áberandi með meirihluta núverandi borgarstjórnar. Það er því umhugsunarefni hvort freistnin í að láta sig hverfa sé meiri þegar um fjölflokka meirihluta er að ræða og ábyrgðin dreifðari. Allir flokkarnir sem stýra borgarstjórn; Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn, gefa sig almennt út fyrir að bera hag fólks fyrir brjósti. En hvernig má þá vera að í þessu máli hafi hag nemenda, foreldra og kennara verið kastað af forgangslistanum með endalausum kauðslegum vinnubrögðum og að ekkert þeirra virðist vilja stinga út nefinu til að bera á því ábyrgð. Pólitísk ábyrgð er einn dýrmætasti öryggisventill stjórnmálanna. Það góða við þann öryggisventil er að þótt stjórnmálafólkið kjósi að forðast hann er það fólkið sjálft sem ákveður með atkvæði sínu hvar ábyrgðin liggur og hverjir standi undir henni. Við göngum til alþingiskosninga eftir mánuð. Flokkarnir sem skipa meirihluta borgarstjórnar telja sig væntanlega þess verðuga að fá góða kosningu í þeim kosningum. Einhverjir tala jafnvel um að Íslandi sé best borgið með ríkisstjórn einmitt þessara flokka og jafnvel fleiri flokka af vinstri vængnum ef til þarf. Það verður að viðurkennast að það lofar ekki sérstaklega góðu þegar þeir standa engan veginn undir máli sem þessu og hrökkva svo í kút og felur. Þó málið sé risastór sorgarsaga vondra vinnubragða var viðfangsefnið nú upphaflega ekki flóknara en rakaskemmdir í einni byggingu. Það er vont að ætla alltaf að mæta eldhress með myndavélar á lofti í stuðið á dótadögunum en láta svo eins og trámatíseruð gæludýrin komi sér ekki við eftir mislukkaðan dýradag. Það á ekki að vera í boði að tala fjálglega um almannahag en axla svo enga ábyrgð þegar hlutirnir fara hrapalega úrskeiðis. Á skólalóðinni í Fossó var einfaldlega talað um að þá væri maður súkkulaði. Höfundur skipar 2. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun