Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Reiknað er með að yfir tíu þúsund börn verði bólusett í Laugardalshöll á morgun og hinn. Við ræðum við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um það sem foreldrar og börn mega búast við næstu daga. 

Við fjöllum einnig um vendingar í sænskum stjórnmálum en Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar mun segja af sér sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Hann tilkynnti þetta í ávarpi í morgun.

Þá heyrum við í stjórnarformanni Sorpu, sem hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Við tökum einnig stöðuna á Afganistan og ræðum loks við formann Dýralæknafélags Íslands en fimmtíu Íslendingar nema nú dýralækningar erlendis. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×