Við fjöllum einnig um vendingar í sænskum stjórnmálum en Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar mun segja af sér sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Hann tilkynnti þetta í ávarpi í morgun.
Þá heyrum við í stjórnarformanni Sorpu, sem hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Við tökum einnig stöðuna á Afganistan og ræðum loks við formann Dýralæknafélags Íslands en fimmtíu Íslendingar nema nú dýralækningar erlendis. Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.