Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt Símon Vestarr skrifar 23. ágúst 2021 11:30 „Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Símon Vestarr Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
„Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun