Biðla til stjórnvalda að bjarga ættingjum sínum frá Afganistan Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 13:31 Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Vísir Hópur Afgana með íslenskan ríkisborgararétt krefst þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Fólkið sé í bráðri lífshættu eftir að Talibanar tóku völdin í landinu. Íslensk kona segir afganskan mág sinn í felum þar því hann óttist að verða tekinn af lífi vegna trúar sinnar. Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Það fer hver að verða síðastur að komast frá Afganistan en frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita frá landinu rennur út 31. ágúst. Eftir það gæti reynst erfitt að koma fólki út úr landinu nema fresturinn verði framlengdur. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað það en talsmaður Talibana sagði í morgun að það kæmi ekki til greina og varaði við afleiðingunum. Nanna Hlín Halldórsdóttir og eiginmaður hennar Navid Nouri sem er íslenskur ríkisborgari frá Afganistan standa í dag fyrir samstöðufundi á Austurvelli klukkan fimm þar sem þess krafist að stjórnvöld bjargi ættingjum afganskra Íslendinga frá Afganistan. Mágur Nönnu er í felum í landinu. „Talibanar eru Súnní- múslimar en mágur minn er Sjía-múslími sem Talibanar hafa ofsótt. Og ef þeir komast að því hverrar trúar hann er þá er hann í bráðri lífshættu því þar með er hann orðinn skotmark þeirra. Þá missti hann starf sitt sem háskólakennari þegar Talibanar tóku yfir,“ segir Nanna. Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Nanna segir að þessi hópur hafi miklar áhyggjur af fólkinu sínu í Afganistan. „Navid eiginmaður minn er búinn að vera í sambandi við þetta afganska samfélagið hér á landi en flestir hafa komið hingað sem flóttafólk og hafa svo fengið ríkisborgararétt. Margir þeirra eiga ættingja í Afganistan sem þeir vilja fá hingað heim því þeir eru í mikilli hættu ,“ segir Nanna. Nanna segir að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðast hratt við, málið þoli í raun enga bið. „Það eru aðeins nokkrir dagar þar til fólk lokast alveg inn í landinu sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir líf og limi þess,“ segir Nanna að lokum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08 Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Bregðast þurfi við í samstarfi við nágrannaþjóðir Félagsmálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld geti ekki brugðist við stöðunni í Afganistan öðruvísi en í samstarfi við aðrar nágrannaþjóðir. Staðan sé afar flókin enda engin hefðbundin flóttamannamóttaka þar ytra lengur og ekkert hefðbundið flug. 23. ágúst 2021 13:08
Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan. 23. ágúst 2021 11:44
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. 23. ágúst 2021 09:49