Rannsaka grófa líkamsárás vespugengis Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 20:20 Lögregla er með málið til rannsóknar. Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni. Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað skammt frá Nettó í Kórahverfinu seint að kvöldi þann 10. ágúst. Maður nokkur var þar á gangi heim til sín þegar tveir unglingar á einni vespu brunuðu fram hjá honum á fleygiferð. Maðurinn var ölvaður og segist hafa danglað í hjálm þess sem ók vespunni og æpt að krökkunum að passa sig. Hann gerir ráð fyrir að krakkarnir hafi verið 15-16 ára. Skömmu síðar mæta krakkarnir til baka, en nú með hóp krakka á vespum með sér sem ráðast á manninn. Atvikið var tekið upp á myndband: Maðurinn er brotinn á andlitsbeini milli auga og eyra. Lögreglan í hverfinu segir að slíkt atvik hafi verið kært. „Við erum með eitt í rannsókn hjá okkur, sem að er kærð líkamsárás og þar var talað um krakka á vespum eða rafmagnshjólum. Við höfum verið með annað sem hefur að vísu ekki verið kært. En við höfum ekki heyrt af öðru, að þetta sé einn hópur eða fleiri hópar. Engin gengi sem við höfum heyrt af sem eru gagngert í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi og Breiðholti. Þóra segir að lögreglan sé með líkamsárás sem hafi verið kærð í rannsókn. Þar hafi hópur ungmenna á vespum verið að verki.vísir/egill Það virðist þannig ekki algengt að krakkar á vespum fari um og ráðist á fólk. Umræður sköpuðust þó um vespugengi á Kórahverfis-hópnum á Facebook en þar lýstu einhverjir áhyggjum af því að fara út úr húsi á kvöldin á meðan slík gengi væru á ferð. En er þetta svo mikið vandamál? „Kannski ekki beint vandamál. Ég hef ekki séð þessar færslur á Facebook-síðunni sem þú vitnar í en þetta kemur alltaf upp þessir hópar af krökkum sem eru að valda ónæði. Og það að þau séu að þrímenna og hjálmlaus, það kemur hávaði frá þeim og annað. En ekkert meira vandamál í dag heldur en áður, að mínu mati,“ segir Þóra. Hún beinir því til foreldra að taka umræðu við börn sín sem eiga vespur um hvernig eigi að nota þær og auðvitað umræðu um að beita ekki ofbeldi. Árásin átti sér stað á göngustíg skammt frá Nettó í Kórahverfinu.vísir/óttar
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira