Sjáðu mörk Stjörnunnar og umræðuna um markið sem var dæmt af Leikni: „Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 08:31 Þessir tveir skoruðu báðir mörk sem voru dæmd af í gær. Vísir/Hulda Margrét Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Fylki en fyrir leik voru bæði lið aðeins þremur stigum frá fallsæti. Leiknir Reykjavík og HK gerðu þá markalaust jafntefli þar sem mark var dæmt af Leikni. Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Áður en Stjarnan komst yfir á 18. mínútu í Garðabænum hafði Emil Atlason komið boltanum yfir línuna en markið var dæmd af þar sem Emil var álitinn brotlegur í aðdraganda marksins. Þeir létu það ekki á sig fá og Björn Berg Bryde skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna Halldórssonar. Staðan orðin 1-0 og þannig var hún allt þangað til á 84. mínútu þegar Emil skoraði annað mark Stjörnunnar. Að þessu sinni var það ekki dæmt af. Eggert Aron Magnússon lagði boltann út á Emil sem þrumaði honum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Stjarnan lyftir sér þar með aðeins frá fallsvæðinu á meðan Fylkir er að berjast fyrir lífi sínu. Klippa: Stjarnan 2-0 Fylkir Í Breiðholti var HK í heimsókn en gestirnir voru fyrir leik þremur stigum frá öruggu sæti. Um miðbik fyrri hálfleiks tók Daníel Finns hornspyrnu sem Bjarki Aðalsteinsson stangaði í netið. Markið var dæmt af þar sem talið var að Sólon Breki Leifsson væri að hafa áhrif á markvörð HK-inga, Arnar Frey Ólafsson, úr rangstöðu. Leiknum lauk með markalaustu jafntefli. Sæti Leiknis endanlega tryggt á meðan HK þarf að fara vinna leiki ætli liðið að halda sér í deildinni. Farið var yfir hvort markið hefði átt að standa í Pepsi Max Stúkunni að leik loknum. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði Atla Viðar Björnsson hvort hann væri sammála því að markið væri ólöglegt. „Nei, ég er það eiginlega ekki. Sá sem er í sjónlínunni við Arnar Frey er ekki rangstæður. Sólon Breki stendur í rangstöðu en hann er aldrei í neinni sjónlínu og er því ekki að trufla einn eða neinn. Fyrir mér hefur hann ekki áhrif á leikinn og því átt þetta mark að standa fyrir mína parta.“ Dæmi hver fyrir sig. Umræðuna sem og atvikið má sjálft má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræðan um mark Leiknis Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Leiknir Reykjavík Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 2-0 | Garðbæingar unnu fallslaginn Stjarnan steig stórt skref frá fallsvæðinu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta með 2-0 heimasigri á Fylki í kvöld. Fylkismenn eru í bráðri hættu eftir að hafa leikið sex leiki í röð án sigurs. 23. ágúst 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - HK 0-0| Markalaust í Breiðholti Það var mikið í húfi fyrir gestina úr Kópavogi þegar þeir mættu nýliðum Leiknis á Domusnovavellinum.Markmenn beggja liða voru á tánum í leiknum og átti þeir báðir góðan leik. Í fyrri hálfleik átti Arnar Freyr Ólafsson frábæra markvörslu þegar hann varði skalla frá Sóloni Breka.Í seinni hálfleik varði Guy Smit þrumu skot frá Ívari Erni Jónssyni. Liðin fóru síðan bæði að skjóta boltanum langt fram sem lukkaðist ekki og 0-0 jafntefli niðurstaðan. 23. ágúst 2021 21:12