Þrír Valsmenn smitaðir og Evrópuleikirnir í uppnámi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 09:45 Valsmenn vonast til að geta mætt Porec frá Króatíu í 1. umferð Evrópudeildarinnar um þarnæstu helgi. vísir/Hulda Margrét Óvissa ríkir um Evrópuleikina sem Íslandsmeistarar Vals áttu að spila gegn króatíska liðinu RK Porec um helgina eftir að þrír Valsmenn greindust með kórónuveirusmit. Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“ Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Frá þessu greinir handbolti.is. Leikmannahópur Vals er kominn í sóttkví en eftir hádegi kemur í ljós hvort fleiri séu smitaðir. Valsmenn áttu að ferðast til Króatíu á morgun en ljóst er að ekkert verður af því. Ekki er þó loku fyrir það skotið að leikirnir gegn Porec fari fram um þarnæstu helgi. „Það eru allavega þrír smitaðir hjá okkur. Það eitt og sér er nógu alvarlegt en núna bíðum við bara eftir niðurstöðu frá restinni af liðinu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi í morgun. „Þetta atvikaðist þannig að einn greindist á sunnudaginn. Í kjölfarið fóru fleiri í próf í gærmorgun og restin af liðinu fór í skimun í gærkvöldi og við bíðum eftir þeim niðurstöðum. Það er ekki útilokað að fleiri í liðinu séu smitaðir. Auðvitað er þetta leiðinlegt en fyrst og fremst fyrir þá sem eru smitaðir.“ Valur átti að mæta Porec ytra á föstudaginn og laugardaginn í 1. umferð Evrópudeildarinnar. Valsmenn seldu heimaleikinn og því er enn möguleiki á að leikirnir geti farið fram um þarnæstu helgi þegar seinni leikirnir í 1. umferðinni fara fram. „Við bíðum eftir upplýsingum frá rakningarteyminu en ég reikna með að við séum enn í sóttkví. Við þurfum bara að bíða aðeins og sjá og vona að fleiri séu ekki smitaðir. Þá getum við hugsanlega frestað leikjunum fram í næstu viku,“ sagði Snorri. „Við höfum verið í sambandi við EHF, Handknattleikssamband Evrópu, og HSÍ hefur verið okkar innan handar hvað þetta varðar. Auðvitað kom þetta bara upp í gær með þessa sem bættust við og þá varð þetta alvarlegra. En þetta er bara fyrri helgin af tveimur sem þessi umferð átti að fara fram og við ætluðum að spila báða leikina úti. Fljótt á litið, ef það eru ekki fleiri smitaðir, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að fara út í næstu viku og spila þá. Við erum ekki hættir í Evrópukeppninni, allavega ekki ennþá.“
Olís-deild karla Valur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira