Hjól og hælisleitendur Indriði Stefánsson skrifar 25. ágúst 2021 07:01 Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Flóttamenn Hjólreiðar Fíkniefnabrot Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir mörgum er reiðhjól ansi ómerkilegur hlutur. Undanfarin ár og áratugi hefur reiðhjólið hins vegar sótt mikið á sem ferðamáti, líkamsrækt og tómstundaiðkun. Búnaðurinn hefur líka orðið dýrari og betri; Nú má fá allt frá rafmagnshjólum og rafskútum yfir í kolefnistrefjagötuhjól. Reiðhjólaþjófnaður er jafnframt orðið daglegt brauð og dýrari hjól gera tjónið fyrir eigandann þeim mun meira. Það sem verra er, möguleikar hans á að endurheima hjólið eru sáralitlir. Þegar leitað er til lögreglunnar ber hún fyrir sig að hafa hvorki mannskap né fjármagn til að leita að stolnum hjólum. Vilji eigandinn endurheimta hjólið er mun líklegra til árangurs að leita á samfélagsmiðlum. Það felst í því nokkuð ranglæti að lögreglan geti ekki framfylgt landslögum, sérstaklega þegar um er að ræða hjól fyrir fleiri hundruð þúsund. En skiljanlega þarf lögreglan að forgangsraða. Hún hefur ekki úr endalausum mannskap eða peningum að moða. Það er ekki síst í því ljósi sem sumum þykir undarlegt að þegar annars konar glæpir berast í tal, eins og til dæmis varsla fíkniefna, þá ber lögreglan fyrir sig að geta ekki valið að framfylgja ekki landslögum. Jafnvel þó um minniháttar vörsluskammta sé að ræða.Þetta er líka viðkvæðið þegar kemur að útlendingamálum. Fjölmörg dæmi eru um að bæði Útlendingastofnun og lögreglan brjóti lög og reglugerðir til að framfylgja úrskurðum í útlendingamálum. Nýlegasta dæmið er þegar hælisleitendur, einn af viðkvæmari hópum samfélagsins, var sviptur öllum stuðningi á kolólöglegan hátt. Skiptir það okkur engu máli af því að um útlendinga er að ræða? Allt var þetta gert í nafni réttlætis og hinnar ófrávíkjanlegu skyldu um að framfylgja landslögum. Það skýtur skökku við að lögreglan geti ákveðið að láta glæpi eins og mörg hundruð þúsunda króna reiðhjólaþjófnað eiga sig en á sama tíma sækja af hörku glæpi sem oft skaða engan nema hugsanlega gerandann sjálfan. Þá skortir ekki mannskap eða fjármagn. Ef það er ranglæti að lögreglan geti ekki brugðist við þegar hjóli er stolið en réttlæti þegar vímuefnaneytendur og hælisleitendur eru beittir hörku þá má alveg taka undir með Jóni Hreggviðssyni. Verra er þeirra réttlæti. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun