Hið opinbera eigi „alls ekki“ að leiða launaþróun Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 25. ágúst 2021 11:52 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir opinbera markaðinn alls ekki eiga að vera leiðandi í launþróun í landinu. Miklar launahækkanir hjá hinu opinbera á árinu hafi þó verið viðbúnar. Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að launavísitalan hafi hækkað um sjö komma átta prósent síðustu tólf mánuði, sem sé örlítið hærri árstaktur en verið hefur undanfarna mánuði. Þá lítur Hagsjáin sérstaklega á launabreytingar hjá helstu hópum vinnumarkaðarins frá maí 2020 fram til maí 2021. Á þessu tímabili hafi laun á almenna markaðnum hækkað um fimm komma átta prósent og um tólf komma fjögur prósent á þeim opinbera, tíu komma sjö prósent hjá ríkinu og fjórtán komma fimm prósent hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn hafi þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast, segir í Hagsjánni. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að skoða þurfi tölurnar betur. „Það á alls ekki að vera þannig að hið opinbera leiði launaþróun. Það þarf örugglega að rýna betur í þessar tölur og skoða mun milli markaða,“ segir Bjarni. Hann segir „öldu launahækkana“ hjá hinu opinbera hafa verið viðbúna eftir að lægstu taxtar voru hækkaðir hjá sveitarfélögum. „Það er mikill fjöldi sem var á lágum launum á sveitastjórnarstiginu sem fékk töluvert mikla hækkun en það þarf bara að rýna þessar tölur betur. Vinnumarkaðsfyrirkomulagið á Íslandi hlýtur ávallt að þurfa að ganga út á það að svigrúm til launahækkana sé metið á almenna markaðnum, sem sé leiðandi í launamyndun í landinu, og svo fylgi opinberi geirinn á eftir. Það er eðlileg þróun.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að launavísitalan hafi hækkað um sjö komma átta prósent síðustu tólf mánuði, sem sé örlítið hærri árstaktur en verið hefur undanfarna mánuði. Þá lítur Hagsjáin sérstaklega á launabreytingar hjá helstu hópum vinnumarkaðarins frá maí 2020 fram til maí 2021. Á þessu tímabili hafi laun á almenna markaðnum hækkað um fimm komma átta prósent og um tólf komma fjögur prósent á þeim opinbera, tíu komma sjö prósent hjá ríkinu og fjórtán komma fimm prósent hjá sveitarfélögunum. Opinberi markaðurinn hafi þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast, segir í Hagsjánni. Munurinn milli markaða virðist vera að aukast. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að skoða þurfi tölurnar betur. „Það á alls ekki að vera þannig að hið opinbera leiði launaþróun. Það þarf örugglega að rýna betur í þessar tölur og skoða mun milli markaða,“ segir Bjarni. Hann segir „öldu launahækkana“ hjá hinu opinbera hafa verið viðbúna eftir að lægstu taxtar voru hækkaðir hjá sveitarfélögum. „Það er mikill fjöldi sem var á lágum launum á sveitastjórnarstiginu sem fékk töluvert mikla hækkun en það þarf bara að rýna þessar tölur betur. Vinnumarkaðsfyrirkomulagið á Íslandi hlýtur ávallt að þurfa að ganga út á það að svigrúm til launahækkana sé metið á almenna markaðnum, sem sé leiðandi í launamyndun í landinu, og svo fylgi opinberi geirinn á eftir. Það er eðlileg þróun.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira