Rannsókn að ljúka í fimm kannabismálum: Málin tengjast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“ Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í sumar upprætt fimm stórar ræktanir af kannabisplöntunni í íbúðar-og iðnaðarhúsnæði. Alls fundust um 800 plöntur og götuvirði þeirra, þ.e. af tilbúnu efni er metið á um níutíu milljónir króna. Þá var lagt hald á búnað og tæki. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum. „Við erum að klára þessi mál og sendum þau til ákærusviðsins á næstu tveimur vikum. Í þessum málum hafa fimm aðilar réttarstöðu sakbornings en þau með þeim stærri sem við höfum fengist við um nokkurt skeið,“ segir Margeir. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málanna á lokastigum.Vísir/Egill Hann segir að málin fimm tengist með einum eða öðrum hætti. „Almennt eru þessi mál þannig að einhverjir einstaklingar taka sig saman og hefja framleiðslu á kannabis. Svo byrjar einhver úr upphaflega hópnum á nýrri framleiðslu í samstarfi við nýja aðila. Þá er ekkert víst að upphaflegi hópurinn viti af nýja hópnum eða öfugt. Þannig að þetta tengist allt saman með beinum eða óbeinum hætti,“ segir Margeir. Aðspurður hvort einhver einn höfuðpaur sé í málunum fimm svarar Margeir á almennum nótum. „Stundum er einn höfuðpaur og stundum ekki. Oftast er það þó þannig að einn aðili stjórnar starfseminni,“ segir Margeir. Aðspurður hvort lögreglan nái að anna öllum þeim fjölda mála sem berast til hennar, svarar Margeir: „ Miðað við þær upplýsingar um brotastarfsemi sem við höfum og þau mál sem við þurfum að sinna þá vantar okkur meiri mannskap. Meðan hann er ekki nægur þurfum við að forgangsraða og það er staðan hjá okkur í dag.“
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira