Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 20:49 Gunnar Magnús jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. ,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira