Morgunkaffi þingframbjóðanda Hilda Jana Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég sit hér með samanbrotinn þvottinn sem ég á eftir að ganga frá fyrir aftan fartölvuna, ég er með kaffið og símann við höndina. Við hliðina á mér í stofunni nagar pollrólegur hundurinn beinið sitt á meðan æstur kettlingurinn nagar í buxnaskálmarnar á mér. Börnin eru farin í skólann og eiginmaðurinn í vinnuna. Ég er í framboði til Alþingis og ég ætla að skrifa greinar um þau málefni sem ég brenn fyrir. Ég vil skrifa um heilbrigðiskerfið, loftslagsmálin, hringrásarhagkerfið, atvinnumál, þjónustu við aldraða, kynferðislegt áreiti og ofbeldi, tækifærin á landsbyggðunum og geðheilbrigðismálin. Ég vil skrifa um mannúðlegra samfélag þar sem kærleikurinn er megin drifkrafturinn. Ég vil skrifa um að ég brenni fyrir því að að vera þátttakandi í því að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Ég les yfir það sem ég hef skrifað og hugsa um það hvernig stuttar greinar hljóma nærri alltaf eins og hálfgerð froða. Ég stend upp, hundurinn vill ólmur komast út í garð og kettlingurinn eltir æsispenntur. Ég sest aftur við tölvuna. Hvernig kem ég því í orð að ég telji að stjórnmálin snúist um grundvallar hugmyndafræði, forgangsröðun fjármuna, heiðarleika og vinnusemi? Að þau snúist ekki um finna einn leiðtoga sem hefur öll svörin, heldur um aukna samvinnu, fagmennsku og lýðræði. Að stjórnmál snúist um að gefa kost á sér til þess að að vera auðmjúkur þjónn samfélagsins. Þjónn sem hlustar, jafnvel helmingi meira en hann talar. Kannski mun það sem ég hef fram að færa ekki henta sem slagorð í blikkandi ljósaskilti. Ég gef hins vegar kost á mér til þess að vinna af heilindum fyrir samfélagið mitt. Ég býð fram krafta mína til þess að fylgja eftir markmiðum þeirrar metnaðarfullu kosningastefnu sem við hjá Samfylkingunni höfum nú lagt fram. Stefnu sem byggir á hugmyndafræði um aukinn jöfnuð, frelsi og réttlæti. Ég loka tölvunni, gef dýrunum að borða og held áfram að hugsa, hugsa um framtíðina Höfundur skipar 2. sæti Samfylkingarinnar í NA kjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun