Ashton Kutcher og Mila Kunis byrjuðu þetta svolítið þar sem þau voru í síðasta mánuði í hlaðvarpi að tala um hreinlæti og hvað þau fara oft í bað og hversu oft þau baða börnin sín, segir Ósk.
Í kjölfarið fóru fleiri stjörnur að tjá sig um sínar baðvenjur. Ósk vitnar meðall annars í Kutcher, sem lét hafa eftir sér:
„Ég þríf mig bara undir höndunum og í klofið daglega, annars aldrei neitt annað. Ég fer aldrei í sturtu.“
Hann sagði einnig að börnin færu bara í bað ef þau væru sjáanlega óhrein, vegna sands eða drullu eða annars.
Ósk tók saman lista yfir þær stjörnur sem eru í sama liði og þessi frægu Hollywood hjón sem fara örsjaldan í sturtu og nota alls ekki svitalyktareyði. Í hópnum eru Jake Gyllenhaal, Julia Roberts, Matthew Mcconaughey, Cameron Diaz, ein Kardashian systirin og fleiri.
Innslagið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.