Í gær birtist viðtal við Þóhildi Gyðu Arnarsdóttir á vef Ríkissjónvarpsins, þar sem að hún greinir frá því að leikmaður karlalandsliðsins hafi brotið á henni inni á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017.
Málalyktirnar urðu þær að leikmaðurinn greiddi konunni, sem þá var 21 árs gömul, nokkrar milljónir króna í miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði um þögn gegn peningagreiðslu, en Guðni Bergsson formaður KSÍ fullyrti í viðtalsþættinum Kastljósi að sambandinu hefði aldrei borist formleg kvörtun vegna kynferðisofbeldis. Guðni sagði í kvöldfréttum deginum eftir að hann hefði misminnt.
Til upplýsingar: Stjórn KSÍ hefur fundað frá kl. 12 í dag, laugardag. Fundinum verður framhaldið á morgun, sunnudag.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2021
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, staðfesti það í samtali við mbl.is í dag að ofbeldismál innan hreyfingarinnar væru umræðuefni fundarins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið.