Hvort ætlar þú að standa með þolendum eða gerendum? Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 21:00 Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu. Vanræksla er skortur á athöfn og þegar mikilvægum þörfum barna er ekki mætt þá er það vanræksla. Þögul og minna sýnileg tegund ofbeldis en jafn skaðlegt engu að síður. Þann 1. maí síðastliðinn birtist fyrsti pistillinn minn um vanrækslu barna í íslensku skólakerfi undir yfirskriftinni „Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt?“. Fljótlega var stofnaður hópurinn Sagan okkar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að segja sína sögu úr skólakerfinu. Í sumar var svo undirbúin herferðin #Saganokkar í þeim tilgangi að draga vandann enn frekar fram í dagsljósið. Í gegnum alla baráttuna höfum við lagt áherslu á að vandamálið er ekki kennarar og skólarnir. Vandamálið liggur í meingölluðu kerfi sem bitnar bæði á börnum, kennurum og ekki síður foreldrum sem þurfa að vera í stöðugu stríði við kerfið fyrir sjálfsögðum réttindum barna og aðstoð fyrir þau. Þann 17 ágúst síðastliðinn hélt Öryrkjabandalag Íslands blaðamannafund þar sem herferðin #Saganokkar var kynnt. Á þeim fundi sátu einnig lögmenn Öryrkjabandalagsins þar sem þeir kynntu áform um málsókn ef ekki yrði brugðist við vandanum. Þegar farið er að rugga bátnum má búast við því að sumir fari í vörn og gagnrýni aðferðarfræðina og þá sérstaklega yfirvofandi málaferli. Okkur hefur verið bent á mikilvægi þess að taka samtalið. Það hefur ekki staðið á okkur að taka samtalið Við höfum reynt allt frá því í vor að eiga samtal við stjórnvöld um málefnið. Við höfum óskað eftir fundi með ráðherra. Við höfum haft samband við einstaka alþingismenn. Við höfum ítrekað sent út opinbert ákall og erum með áskorun til stjórnvalda um að halda krísufund vegna ástandsins. Okkur er hins vegar svarað með tómlæti. Jafnvel þó dómsmál vofi yfir. Það skiptir engu. Það heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Í mörg ár hafa ýmsir sérfræðingar, kennarar og foreldrar bent á vandann í skólakerfinu bæði með opinberum skrifum, rannsóknum og fleiru. Í aðdraganda síðustu kosninga fengu stjórnmálaflokkarnir fyrirspurn frá þrýstihóp um bætta þjónustu við börn með sérþarfir. Ekki er að sjá að hugur hafi fylgt máli í svörum stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vísaði mikið í úttekt Evrópumiðstöðvar á skóla án aðgreiningar í sínum svörum. Það yrði að bíða eftir skýrslunni og meta stöðuna út frá henni. Skýrslan kom út árið 2017 og var áfellisdómur á skólakerfið. Svo virðist sem hún hafi flogið hratt ofan í skúffu stjórnvalda og fengið að dúsa þar síðan. Á þeim árum sem reynt hefur verið að taka samtalið hafa margir árgangar hafið sína skólagöngu og klárað hana. Fullt af börnum hafa farið mölbrotin út í samfélagið og sum hafa á þessum tíma náð að falla fyrir eigin hendi. Þetta er bláköld staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Þvert á móti hefur ástandið versnað. Málaflokkurinn er erfiður Málaflokkurinn er erfiður, við gerum okkur grein fyrir því en það réttlætir ekki að hann sé hunsaður. Fyrir nokkrum dögum sendum við út eitt af myndböndum herferðarinnar #Saganokkar en þar les Hallgrímur Ólafsson brot úr sögu foreldris. Myndbandið er átakanlegt og hefur fengið verðskuldaða athygli. Þetta er brot úr sögu sama foreldris og á „Barnið sem örorkubætur munu bjarga“. Um ræðir barn sem stendur við þröskuld fullorðinsáranna en þráir ekkert heitar en að deyja. Barnið er mölbrotið eftir skóla án aðgreiningar. Ætlar þú að segja þessari móður að hún þurfi bara að taka samtalið? Að málsókn sé ekki rétta leiðin? Eða ætlar þú að standa með barninu gegn meingölluðu kerfi? Í réttarríki er þetta okkar réttur Lög eru leikreglur samfélagsins, réttarríkisins. Ef einhver telur að þær leikreglur séu brotnar þá er það sjálfsagður réttur að fá úr því skorið hjá dómstólum. Það á ekki að letja fólk til þess að leita réttar síns þegar um ræðir ofbeldi og er í raun alvarlegt þegar áhrifaríkir einstaklingar og öflugar stofnanir eða félagasamtök gera slíkt. Það er enginn sem óskar sér þess að fara í mál við bæjarfélagið sitt, hvað þá skóla barnsins síns. Þetta er neyðarúrræði sem fólk þarf að grípa til vegna þess að á það er ekki hlustað. Það eru stjórnvöld sem ekki eru tilbúin til þess að taka samtalið. Fyrir hvern er farið í vörn? Þó menntamál sé auðvitað mjög pólitískt mál þá má segja að vandinn í skólakerfinu sé ópólitískur að því leyti að ástandið hefur verið viðvarandi í fjölda ára þvert á ríkisstjórnir og stjórnmálamenn, enda höfum við ekki beint spjótum okkar að einstaka flokkum eða fólki í þessari baráttu. Við erum einfaldlega að benda á að börnum líður illa og að sjálfsögðu þarf að bregðast við því. Eftir að herferðin #Saganokkar fór á flug verður ekki hjá því komist að heyra erfiðar reynslusögur barna, foreldra og kennara. Vandinn er því orðinn mjög sýnilegur í dag og það græðir enginn á því að hunsa málefnið. Við erum að tala um þriðja hvert barn í skólakerfinu. Miðað við nútíma fjölskyldumynstur má áætla að það standi að minnsta kosti 10 manns á bak við hvert barn. Foreldrar, kennarar, ættingjar og vinir sem horfa uppá þessa baráttu og vanlíðan. Það er klárt mál að það mun enginn frambjóðandi tapa atkvæðum á því að láta sig þetta mál varða eða að minnsta kosti sýna að hann „heyri“. Við ætlum okkur ekki að gefast upp! Frá því í vor hefur þessi hreyfing vaxið. Öryrkjabandalag Íslands og ADHD samtökin tóku af skarið með okkur. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur lagt okkur lið og gefið vinnu sína í þessi myndbönd sem við erum að sýna. Fréttablaðið hefur verið ötult í að fjalla um málið og aðrir fjölmiðlar hafa eitthvað minnst á það. Nú í síðustu viku var haft samband við okkur frá Heimili og Skóla – Landssamtökum foreldra og vilja þeir einnig leggja okkur lið. Við fögnum því þegar öflug samtök og fjölmiðlar rísa upp gegn kerfinu og standa með börnunum. Á bak við slíkt standa sterkir einstaklingar sem taka hagsmuni barna fram yfir aðra hagsmuni. Spurningin er, hvað ætlar þú að gera? Ætlar þú að standa með þolendum (börnunum) eða gerandanum (kerfinu)? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmiss konar ofbeldi hefur verið fyrirferðarmikið í samfélagsumræðunni síðustu mánuði. Það er þó ein tegund ofbeldis sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli, að minnsta kosti ekki frá yfirvöldum og frambjóðendum til Alþingis, en það er vanræksla barna í skólakerfinu. Vanræksla er skortur á athöfn og þegar mikilvægum þörfum barna er ekki mætt þá er það vanræksla. Þögul og minna sýnileg tegund ofbeldis en jafn skaðlegt engu að síður. Þann 1. maí síðastliðinn birtist fyrsti pistillinn minn um vanrækslu barna í íslensku skólakerfi undir yfirskriftinni „Af hverju mega yfirvöld vanrækja barnið mitt?“. Fljótlega var stofnaður hópurinn Sagan okkar þar sem fólki gafst tækifæri til þess að segja sína sögu úr skólakerfinu. Í sumar var svo undirbúin herferðin #Saganokkar í þeim tilgangi að draga vandann enn frekar fram í dagsljósið. Í gegnum alla baráttuna höfum við lagt áherslu á að vandamálið er ekki kennarar og skólarnir. Vandamálið liggur í meingölluðu kerfi sem bitnar bæði á börnum, kennurum og ekki síður foreldrum sem þurfa að vera í stöðugu stríði við kerfið fyrir sjálfsögðum réttindum barna og aðstoð fyrir þau. Þann 17 ágúst síðastliðinn hélt Öryrkjabandalag Íslands blaðamannafund þar sem herferðin #Saganokkar var kynnt. Á þeim fundi sátu einnig lögmenn Öryrkjabandalagsins þar sem þeir kynntu áform um málsókn ef ekki yrði brugðist við vandanum. Þegar farið er að rugga bátnum má búast við því að sumir fari í vörn og gagnrýni aðferðarfræðina og þá sérstaklega yfirvofandi málaferli. Okkur hefur verið bent á mikilvægi þess að taka samtalið. Það hefur ekki staðið á okkur að taka samtalið Við höfum reynt allt frá því í vor að eiga samtal við stjórnvöld um málefnið. Við höfum óskað eftir fundi með ráðherra. Við höfum haft samband við einstaka alþingismenn. Við höfum ítrekað sent út opinbert ákall og erum með áskorun til stjórnvalda um að halda krísufund vegna ástandsins. Okkur er hins vegar svarað með tómlæti. Jafnvel þó dómsmál vofi yfir. Það skiptir engu. Það heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Í mörg ár hafa ýmsir sérfræðingar, kennarar og foreldrar bent á vandann í skólakerfinu bæði með opinberum skrifum, rannsóknum og fleiru. Í aðdraganda síðustu kosninga fengu stjórnmálaflokkarnir fyrirspurn frá þrýstihóp um bætta þjónustu við börn með sérþarfir. Ekki er að sjá að hugur hafi fylgt máli í svörum stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vísaði mikið í úttekt Evrópumiðstöðvar á skóla án aðgreiningar í sínum svörum. Það yrði að bíða eftir skýrslunni og meta stöðuna út frá henni. Skýrslan kom út árið 2017 og var áfellisdómur á skólakerfið. Svo virðist sem hún hafi flogið hratt ofan í skúffu stjórnvalda og fengið að dúsa þar síðan. Á þeim árum sem reynt hefur verið að taka samtalið hafa margir árgangar hafið sína skólagöngu og klárað hana. Fullt af börnum hafa farið mölbrotin út í samfélagið og sum hafa á þessum tíma náð að falla fyrir eigin hendi. Þetta er bláköld staðreynd. Það hefur ekkert breyst. Þvert á móti hefur ástandið versnað. Málaflokkurinn er erfiður Málaflokkurinn er erfiður, við gerum okkur grein fyrir því en það réttlætir ekki að hann sé hunsaður. Fyrir nokkrum dögum sendum við út eitt af myndböndum herferðarinnar #Saganokkar en þar les Hallgrímur Ólafsson brot úr sögu foreldris. Myndbandið er átakanlegt og hefur fengið verðskuldaða athygli. Þetta er brot úr sögu sama foreldris og á „Barnið sem örorkubætur munu bjarga“. Um ræðir barn sem stendur við þröskuld fullorðinsáranna en þráir ekkert heitar en að deyja. Barnið er mölbrotið eftir skóla án aðgreiningar. Ætlar þú að segja þessari móður að hún þurfi bara að taka samtalið? Að málsókn sé ekki rétta leiðin? Eða ætlar þú að standa með barninu gegn meingölluðu kerfi? Í réttarríki er þetta okkar réttur Lög eru leikreglur samfélagsins, réttarríkisins. Ef einhver telur að þær leikreglur séu brotnar þá er það sjálfsagður réttur að fá úr því skorið hjá dómstólum. Það á ekki að letja fólk til þess að leita réttar síns þegar um ræðir ofbeldi og er í raun alvarlegt þegar áhrifaríkir einstaklingar og öflugar stofnanir eða félagasamtök gera slíkt. Það er enginn sem óskar sér þess að fara í mál við bæjarfélagið sitt, hvað þá skóla barnsins síns. Þetta er neyðarúrræði sem fólk þarf að grípa til vegna þess að á það er ekki hlustað. Það eru stjórnvöld sem ekki eru tilbúin til þess að taka samtalið. Fyrir hvern er farið í vörn? Þó menntamál sé auðvitað mjög pólitískt mál þá má segja að vandinn í skólakerfinu sé ópólitískur að því leyti að ástandið hefur verið viðvarandi í fjölda ára þvert á ríkisstjórnir og stjórnmálamenn, enda höfum við ekki beint spjótum okkar að einstaka flokkum eða fólki í þessari baráttu. Við erum einfaldlega að benda á að börnum líður illa og að sjálfsögðu þarf að bregðast við því. Eftir að herferðin #Saganokkar fór á flug verður ekki hjá því komist að heyra erfiðar reynslusögur barna, foreldra og kennara. Vandinn er því orðinn mjög sýnilegur í dag og það græðir enginn á því að hunsa málefnið. Við erum að tala um þriðja hvert barn í skólakerfinu. Miðað við nútíma fjölskyldumynstur má áætla að það standi að minnsta kosti 10 manns á bak við hvert barn. Foreldrar, kennarar, ættingjar og vinir sem horfa uppá þessa baráttu og vanlíðan. Það er klárt mál að það mun enginn frambjóðandi tapa atkvæðum á því að láta sig þetta mál varða eða að minnsta kosti sýna að hann „heyri“. Við ætlum okkur ekki að gefast upp! Frá því í vor hefur þessi hreyfing vaxið. Öryrkjabandalag Íslands og ADHD samtökin tóku af skarið með okkur. Fjöldi þekktra einstaklinga hefur lagt okkur lið og gefið vinnu sína í þessi myndbönd sem við erum að sýna. Fréttablaðið hefur verið ötult í að fjalla um málið og aðrir fjölmiðlar hafa eitthvað minnst á það. Nú í síðustu viku var haft samband við okkur frá Heimili og Skóla – Landssamtökum foreldra og vilja þeir einnig leggja okkur lið. Við fögnum því þegar öflug samtök og fjölmiðlar rísa upp gegn kerfinu og standa með börnunum. Á bak við slíkt standa sterkir einstaklingar sem taka hagsmuni barna fram yfir aðra hagsmuni. Spurningin er, hvað ætlar þú að gera? Ætlar þú að standa með þolendum (börnunum) eða gerandanum (kerfinu)? Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun