Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Haraldur Haraldsson ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um stöðuna varðandi hversu fá sæti í Pepsi Max deild karla gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Skjáskot Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til. „Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira