Stífar aukaæfingar þar sem Gummi Ben sýndi snilli sína skiluðu Höskuldi einu af mörkum sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 13:01 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skoraði glæsilegt mark gegn Fylki. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik gjörsamlega kaffærði Fylki í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í gær. Lokatölur 7-0 þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, skoraði einkar glæsilegt mark. Það ásamt öllum sóknarleik liðsins var til umræðu í Stúkunni að leik loknum. „Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Blikarnir riðu bara á vaðið, voru frábærir og ótrúlega léttleikandi. Spiluðu þennan sóknarleik, það var dásamlegt að horfa á það. Það sem er skemmtilegt við liðið er hvað það eru margir sem taka þátt í sóknaraðgerðunum hjá þeim,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir er myndir rúlluðu af glæsimarki Höskuldar Gunnlaugssonar. „Þessi er að byrja marga leiki í hægri bakverði,“ skaut Guðmundur Benediktsson inn í. „Markaskorun dreifist. Árni (Vilhjálmsson) er búinn að vera frábær, Höskuldur líka. Jason Daði (Svanþórsson), allir í sóknarleik Breiðabliks eru virkir. Bæði í markaskorun, að leggja upp og það er erfitt við þá að eiga þegar þeir eru í þessum ham. Fylkir var reyndar ekkert að reyna mæta þeim svo þeir fengu að vaða uppi og spila sinn frábæra leik sem þeir eru þekktir fyrir,“ sagði Margrét Lára einnig. Í kjölfarið var sýnt frá viðtali við Höskuld að leik loknum þar sem hann fór yfir glæsimark sitt. Þakkaði hann Guðmundi, sínum fyrrum þjálfara vel og innilega fyrir. „Þetta var bara einhver tilfinning, ætlaði að snerta hann fyrst en svo lá hann svona helvíti vel fyrir manni. Þá rifjaði maður upp gamlar „volley“ æfingar sem Gummi Ben lét mann – eða niðurlægði mann eiginlega í – með því að sýna sjálfur. Ætli ég verði ekki að þakka Gumma fyrir þetta,“ sagði Höskuldur að endingu. Þetta frábæra mark og stórskemmtilega viðtal má sjá hér að neðan. Klippa: Þakkaði Gumma Ben fyrir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15 „Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30 Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Sjáðu sjö mörk Blika, glæsimark Björns Daníel, ótrúlega innkomu Kristins og markið sem skaut HK upp úr fallsæti Alls fóru fimm leikir fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og var nóg um að vera. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem litu dagsins ljós ásamt rauða spjaldinu sem fór á loft inn í Kór. 30. ágúst 2021 09:15
„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt. 29. ágúst 2021 22:30
Umfjölun og viðtöl: Fylkir – Breiðablik 0-7 | Blikar rúlluðu yfir Fylkismenn í Lautinni Breiðablik skellti sér aftur á topp Pepsi Max deildarinnar með 0-7 stórsigri í Árbænum í kvöld. 29. ágúst 2021 22:03