Már tryggði sér sæti í úrslitum með góðu sundi í nótt og synti vel í úrslitasundinu í dag. Eftir undanrásirnar sagðist hann finna vel fyrir því að hafa keppt tvisvar á laugardaginn og þreytan farin að segja til sín.
Már synti samt sem áður á 2:37,43 mínútum og var tæplega mínútu frá eigin Íslandsmeti í greininni.
Mikill hraði var í sundinu en Hollendingurinn Rogier Doesman sigraði eftir að bæta eigið heimsmet. Hann synti á 2:19,02 mínútum.