Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2021 20:58 Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju á Eskifirði. Arnar Halldórsson Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna. Í frétt Stöðvar 2 frá Eskifirði mátti sjá hvar verið var að landa makríl úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem veiddist í Smugunni. Aflinn var 800 tonn sem dælt var beint inn í vinnsluna hjá Eskju. Frá Eskifirði. Uppsjávarfrystihús Eskju til hægri.Arnar Halldórsson Uppsjávarfrystihús Eskju þykir það fullkomnasta hérlendis og þótt víðar væri leitað en þar var verið að heilfrysta makrílinn til sölu á erlenda markaði. Útflutningstekjur þjóðarbúsins af makríl í fyrra námu um átján milljörðum króna. En hvernig hafa veiðarnar gengið í sumar? „Það hefur gengið frekar treglega, skulum við segja, í sumar,“ svarar Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju. Frá vinnslu makríls á Eskifirði.Arnar Halldórsson Samkvæmt tölum Fiskistofu er makrílaflinn, það sem af er ári, fjórðungi minni miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum svo sem langt komnir með okkar veiðiheimildir,“ segir Þorsteinn. Nýjar tölur sem Hafrannnsóknastofnun birti í dag úr fjölþjóðlegum leiðangri sýna að minna mældist af makríl í Norðaustur-Atlantshafi í sumar en mælst hefur frá árinu 2012. Samdráttur lífmassa makríls frá því í fyrra er 58 prósent. Dreifing makríls austur af Íslandi á tímabilinu júní til ágúst 2021. Enginn makríll mældist í hvítum reitum og gulur til rauður litakvarði táknar vaxandi þéttleika sem tonn á ferkílómetra. Stærð hringja sýnir magn makríls á togstöðvum sem tonn á ferkílómetra.Hafrannsóknastofnun Og það vekur athygli að í ár hafa aðeins sextán prósent makrílafla íslensku fiskiskipanna veiðst innan íslensku lögsögunnar, miðað við þrjátíu prósent í fyrra. „Makríllinn er búinn að vera mikið úti í Smugu í sumar. Þó að hann hafi verið hér í lögsögunni þá er það mikið blandað af síld og illveiðanlegur, mjög dreifður. Þannig að við höfum þurft að sækja þetta mikið út í alþjóðasjóinn,“ segir Þorsteinn. 800 tonnum af makríl var landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU til vinnslu á Eskifirði.Arnar Halldórsson Lengri túrum hefur verið mætt með breyttu fyrirkomulagi veiða þar sem skipin safna aflanum saman í eitt skip. „Við erum með þrjú skip. Þau veiða alltaf í einn. Svo kemur hann í land. Þá fiska tveir saman.“ Þannig fæst aukin hagkvæmni. „Þetta hefði aldrei gengið nema að hafa þetta svona í þessari samvinnu. Norðfirðingarnir byrjuðu á þessu og svo hafa aðrir farið að apa eftir. Og það hefur gengið bara vel,“ segir forstjóri Eskju á Eskifirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í frétt Stöðvar 2 frá Eskifirði mátti sjá hvar verið var að landa makríl úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU sem veiddist í Smugunni. Aflinn var 800 tonn sem dælt var beint inn í vinnsluna hjá Eskju. Frá Eskifirði. Uppsjávarfrystihús Eskju til hægri.Arnar Halldórsson Uppsjávarfrystihús Eskju þykir það fullkomnasta hérlendis og þótt víðar væri leitað en þar var verið að heilfrysta makrílinn til sölu á erlenda markaði. Útflutningstekjur þjóðarbúsins af makríl í fyrra námu um átján milljörðum króna. En hvernig hafa veiðarnar gengið í sumar? „Það hefur gengið frekar treglega, skulum við segja, í sumar,“ svarar Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og forstjóri Eskju. Frá vinnslu makríls á Eskifirði.Arnar Halldórsson Samkvæmt tölum Fiskistofu er makrílaflinn, það sem af er ári, fjórðungi minni miðað við sama tíma í fyrra. „Við erum svo sem langt komnir með okkar veiðiheimildir,“ segir Þorsteinn. Nýjar tölur sem Hafrannnsóknastofnun birti í dag úr fjölþjóðlegum leiðangri sýna að minna mældist af makríl í Norðaustur-Atlantshafi í sumar en mælst hefur frá árinu 2012. Samdráttur lífmassa makríls frá því í fyrra er 58 prósent. Dreifing makríls austur af Íslandi á tímabilinu júní til ágúst 2021. Enginn makríll mældist í hvítum reitum og gulur til rauður litakvarði táknar vaxandi þéttleika sem tonn á ferkílómetra. Stærð hringja sýnir magn makríls á togstöðvum sem tonn á ferkílómetra.Hafrannsóknastofnun Og það vekur athygli að í ár hafa aðeins sextán prósent makrílafla íslensku fiskiskipanna veiðst innan íslensku lögsögunnar, miðað við þrjátíu prósent í fyrra. „Makríllinn er búinn að vera mikið úti í Smugu í sumar. Þó að hann hafi verið hér í lögsögunni þá er það mikið blandað af síld og illveiðanlegur, mjög dreifður. Þannig að við höfum þurft að sækja þetta mikið út í alþjóðasjóinn,“ segir Þorsteinn. 800 tonnum af makríl var landað úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU til vinnslu á Eskifirði.Arnar Halldórsson Lengri túrum hefur verið mætt með breyttu fyrirkomulagi veiða þar sem skipin safna aflanum saman í eitt skip. „Við erum með þrjú skip. Þau veiða alltaf í einn. Svo kemur hann í land. Þá fiska tveir saman.“ Þannig fæst aukin hagkvæmni. „Þetta hefði aldrei gengið nema að hafa þetta svona í þessari samvinnu. Norðfirðingarnir byrjuðu á þessu og svo hafa aðrir farið að apa eftir. Og það hefur gengið bara vel,“ segir forstjóri Eskju á Eskifirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Tengdar fréttir Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13 Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45 Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14 Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00 Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. 15. apríl 2020 18:13
Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. 22. nóvember 2019 08:45
Sjávarútvegsráðherra segir aðrar þjóðir ekki segja Íslendingum fyrir verkum Sjávarútvegsráðherra segir Evrópusambandið, Norðmenn og Færeyinga ekki segja Íslendingum fyrir verkum varðandi makrílveiðar, en sambandið og þessar þjóðir hafi haldið Íslendingum, Grænlendingum og Rússum utan við samninga um veiðiheimildir á makríl í mörg ár. 22. nóvember 2019 14:14
Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Útbreiðsla og stofnstærð fisktegunda hefur breyst vegna hlýnunar hafsins af völdum manna og það gæti leitt til tíðari átaka á milli ríkja um veiðar. 25. september 2019 11:00