Mælum það sem skiptir máli Halldóra Mogensen skrifar 1. september 2021 10:30 Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Halldóra Mogensen Efnahagsmál Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu sitthvora ræðuna um helgina. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði að komandi kosningar snúist um að láta hans stefnu ráða för í íslensku samfélagi - „ekki nýjar kenningar“ eins og hann orðaði það. Formaður Vinstri grænna var á allt öðrum nótum, „velsældarhagkerfið“ væri framtíðin. Það er erfitt að sjá hvernig framtíðarsýn þessara tveggja, sem dásama samstarf sitt við hvert tækifæri, er samrýmanleg. Þó svo að velsældarhagkerfið sé ekki ný kenning er það svo sannarlega ekki í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Velsældarhagkerfið er hins vegar eitt af helstu kosningamálum Pírata, þannig að valkostirnir eru nokkuð skýrir. Velsældarhagkerfið er engin skýjaborg. Það hvílir á þeirri hugmynd, sem OECD hampar, að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Í stað þess að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, að hámarka neyslu og framleiða meira, er horft til fleiri þátta. Er auðvelt að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Gagnsæi og lífsgæði Þetta eru spurningarnar sem stjórnvöld þurfa að svara. Það þýðir ekki fyrir stjórnvöld að benda bara á almennan hagvöxt og segja að hér sé allt í lagi. Með því að taka upp fleiri mælikvarða erum við ekki bara að búa til heilbrigða hvata í hagkerfinu heldur líka að auka kröfuna á stjórnvöld að þau sýni okkur, svart á hvítu, að fjármunirnir okkar séu raunverulega að bæta samfélagið. Aukið gagnsæi og meiri lífsgæði - bæði mikil baráttumál Pírata. Það er enginn að fara að hætta að mæla hagvöxt, enda er hagvöxtur bara mælikvarði. Hann getur samt ekki metið stóru myndina, ekki frekar en hitastig eitt og sér segir okkur til um hvernig veðrið verður. Þess vegna mælum við líka rakastig, vind, loftþrýsting og fleira. Eins og John F. Kennedy sagði: Hagvöxtur mælir allt, nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Núverandi efnahagskerfi er hannað til að krefjast endalauss vaxtar. Hámörkun neyslunnar er þannig sjálfstætt og réttlætanlegt markmið og virði einstaklinganna er skilgreint út frá því hversu mikið þeir geta framleitt og hversu mikla neyslu þeir geta stundað. Er það nema von að við stöndum frammi fyrir loftslagsvá þegar þetta eru einu hvatarnir sem skipta máli? Við þurfum fleiri mælikvarða. Við þurfum betri mælikvarða. Við þurfum mælikvarða sem ná utan um hagsæld og lífsgæði og það sem meira er: Þeir þurfa að skipta einhverju máli. Mælikvarða sem vefja saman náttúru, efnahag og samfélag þannig að við förum að mæla það sem raunverulega skiptir okkur máli. Við þurfum velsældarhagkerfi - og Píratar ætla að skapa það. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun