Oddvitaáskorunin: Brennur fyrir því að bæta samfélagið Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2021 21:00 Ásmundur Einar Daðason. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í þingkosningunum. „Þegar ég varð félags- og barnamálaráðherra var ég staðráðinn í að koma í gegn raunverulegum kerfisbreytingum á kjörtímabilinu í málefnum barna og fjölskyldna. Við lögðum hart að okkur á kjörtímabilinu og unnum með fjölbreyttum og færum hópi fólks að því að ná fram umbótum. Vinnan bar árangur, okkur tókst að smíða grunn að nýju kerfi sem á að grípa börn og fjölskyldur þeirra þegar þau þurfa mest á aðstoð að halda. Grunnurinn tryggir að þau falli ekki á milli kerfa sveitarfélaga og ríkisstofnana.“ „Þetta eru einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið fyrir umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Börnin eru hjartað í þessu nýja kerfi. En verkefninu er ekki lokið. Fleiri hópar þurfa nauðsynlega á sömu umbótum að halda; eldri borgarar, þolendur, aðstandendur og fangar, svo dæmi séu nefnd. Það er nefnilega þannig að besta fjárfestingin sem við getum gert er fjárfesting í fólki. Fólkinu sem drífur hlutina áfram. Ég brenn fyrir því að gera samfélagið okkar betra fyrir fólk í viðkvæmri stöðu, fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Til þess að geta haldið vinnunni áfram þarf ég þinn stuðning í september.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru svo margir staðir. Ásbyrgi í Öxarfirði á fallegum degi. Hvað færðu þér í bragðaref? Er ekki mikið fyrir bragðaref. Dæturnar panta yfirleitt fyrir mig. Uppáhalds bók? Engin ákveðin. Arnaldur alltaf góður. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Back for good“ með Backstreet boys 😊 Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Grindavík. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Netflix, útivera með fjölskyldu og spilakvöld með dætrunum. Hvað tekur þú í bekk? Alltof lítið… Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vinna með börnum. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Hættu þessu rugli. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi. Besti fimmaurabrandarinn? Enginn sérstakur. Ein sterkasta minningin úr æsku? Pass. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Eleanor Roosewelt. Besta íslenska Eurovision-lagið? „Ég á líf“ með Eyþóri Inga. Besta frí sem þú hefur farið í? Ekkert eitt sem stendur uppúr. Alltaf jafn gaman að fara eitthvað með fjölskyldunni. Uppáhalds þynnkumatur? Hamborgari og franskar. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Boocia atriðið með Jóni Gnarr. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Svarið við þessari spurningu þolir ekki dagsljósið 😉 Rómantískasta uppátækið? Heilt yfir eru það góðar helgarferðir með minni heitt elskuðu. Alltaf jafn rómantískt.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira