Rúnar Páll um leikina þrjá sem eftir eru hjá Fylki: Það eru úrslitaleikir framundan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2021 07:30 Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn þjálfari Fylkis, segir að hann eigi erfitt en spennandi verkefni fyrir höndum. Mynd/skjáskot Rúnar Páll Sigmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, en hann fær það verkefni að reyna að bjarga liðinu frá falli. Liðið hefur 16 stig þegar þrjár umferðir eru eftir en Fylkir á eftir að mæta KA, ÍA og Val. „Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Þetta er bara spennandi. Þetta er krefjandi og vonandi verður þetta bráðskemmtilegt,“ sagði Rúnar Páll, aðspurður af hverju hann tók þetta verkefni að sér. Fylkismenn eiga þrjá erfiða leiki eftir, en Valsarar eru enn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og ÍA berst fyrir lífi sínu í deildinni ásamt Fylki. „Allir leikir eru erfiðir í þessari deild en ég kem náttúrulega bara inn á svolítið sérstökum tíma. Það eru úrslitaleikir framundan og þú mátt ekki misstíga þig mikið, það eru skemmtilegustu leikirnir.“ „Ég er klár í að koma með nokkur verkfæri hérna inn til þess að stilla þetta af og reyna að fá góða leiki.“ Þrátt fyrir stöðu Fylkis í deildinni segist Rúnar sjá mikla möguleika í liðinu. „Fylkisliðið er bara mjög gott lið með marga mjög efnilega og skemmtilega stráka ásamt mönnum með mikla reynslu. Við þurfum bara aðeins að þétta liðið og hafa trú á því sem við erum að gera. Ég held að það sé lykilatriði.“ „Síðan förum við bara í einn leik í einu og náum í þessi stig.“ Hann segir þó að liðinu gæti skort sjálfstraust eftir erfitt tímabil, en að seinustu þrír leikir tímabilsins snúist fyrst og fremst um liðsheild. „Þegar þetta gengur svona og menn tapa leikjum þá minnkar sjálfstraustið svo sem. En þetta snýst um liðsheild og að þekkja hlutverk sitt inn og út sem og hlutverk liðsfélagans. Ég ætla að reyna að koma því aðeins fyrir og síðan verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Vonandi gengur það vel.“ Rúnar segir liðið líta vel út, allavega miðað við það sem hann hefur séð á æfingum. „Æfingin í gær var bara mjög fín og leit bara vel út. Þetta er bara hrikalega skemmtilegt verkefni og drengirnir voru flottir í gær.“ Eins og fram hefur komið eru þrjár umferðir eftir af Pepsi Max deildinni. Rúnar vill helst sjá sína menn taka öll níu stigin sem eru í boði en stillir væntingunum þó í hóf. „Við viljum auðvitað sjá níu stig. En við verðum að vera raunsæir og við þurfum bara að byrja á því að fara norður að spila góðan leik og fá sjálfstraust í liðið. Vonandi næ ég að stilla liðið af eins og ég vil hafa það.“ „Þetta snýst allt um að hafa trú á sjálfum sér og þá hafa aðrir trú á þér.“ Rúnar Páll hætti óvænt með Stjörnuna í sumar og hann segist hafa saknað fótboltans á þeim tíma sem hann var í burtu frá vellinum. „Gríðarlega, ég neita því nú ekki. Það er gríðarlega gaman að vera kominn aftur inn, þetta er bara frábært að taka þennan mánuðinn á bullandi trukki.“ Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Rúnar Páll
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Fylkir Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira