Oddvitaáskorunin: Kolféll fyrir súrdeiginu í Covid Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:01 Guðrún Hafsteinsdóttir á kajak á Stokkseyri fyrr í sumar. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Guðrún Hafsteinsdóttir heiti ég og er fædd 9. febrúar 1970. Dóttir hjónanna Laufeyjar S. Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Ég á tvö eldri systkini þau Aldísi og Valdimar og eina yngri systur hana Sigurbjörgu. Ég er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eigum við samtals sex börn. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með B.A gráðu í mannfræði frá HÍ og er einnig með diplómagráðu í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Ég hef starfað nær allan minn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.“ „Ég hef alla tíð verið virk í félagsmálum. Hef setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og hef verið í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju síðustu tíu ár. Árið 2004 tók ég þátt í því að stofna Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014. Síðastliðinn áratug hef ég setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Var meðal annars kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hef ég átt sæti í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin. Ég hef alla tíð haft einlægan áhuga á fólki og öllu því sem mannlegt er. Ég er alin upp við það að maður eigi að vera virkur í sínu samfélagi og láta gott af sér leiða. Það er fyrst og síðast drifkraftur minn í stjórnmálum.“ Hér má sjá frétt um réttir frá 2016. Guðrún lætur Tungnaréttir aldrei framhjá sér fara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref, það er dagsatt. Guðrún kynnir árlegan ís ársins í Fjarðarkaupum í janúar með Elínu Wöndu Guðnason. Uppáhalds bók? Fáránleg spurning, það er ógjörningur að nefna eina. Ég lifi eftir Martin Grey, Hús andanna eftir Isabellu Allende, Leikur hlæjandi láns eftir Amy Tan, Íslandsklukkan eftir Laxnes. Allar þessar bækur hef ég lesið oftar en einu sinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Britney Spears ... Baby one more time. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Austfjörðum til dæmis Eskifirði. Á matreiðslunámskeiði á Ítalíu. Guðrún segist hafa mjög gaman af matargerð. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég datt í súrdeigið. Fékk það fullkomlega á heilann. Vaknaði um miðjar nætur til að folda deig. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti glaðst svona mikið yfir brauði. Hvað tekur þú í bekk? Svona fjórar pakkningar af Mjúkís. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig hefur alltaf dreymt um að reka lítið sveitahótel. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Heyrðu gaur! Ertu viss um að þú sért alveg með‘etta? Hvernig væri að slaka aðeins á?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er nú ósanngjörn spurning rétt eins og bókaspurningin. Ætli ég verði ekki að segja Whitney Houston. Dýrka hana. Guðrún með með börnunum sínum þremur, þeim Hafsteini, Dagnýju Lísu og Hauki. Besti fimmaurabrandarinn? „Ég málaði svo mikið um helgina að ég fékk málverk“ er klassík. Ein sterkasta minningin úr æsku? Kvöldkaffið hjá mömmu og svo las hún fyrir okkur kvöldsöguna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margaret Thatcher. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð til Thailands fyrir tveimur árum er eitt besta frí sem ég hef farið í. Fallegt land, yndislegt fólk og góður matur svo sefur Thailand þegar Ísland vakir þannig að maður getur alveg kúplað sig út. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur borgari með frönskum og glás af majó. Guðrún og maður hennar Hans Kristján. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Hvað á að gera við afa“ er alveg agalegt atriði en það er einhver broddur í því. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var mjög stillt og prúð en ætli ég verði ekki að ljóstra upp þegar við vinkonurnar smygluðu víni inn á skólaball í litlum linsuvökvaflöskum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég gaf ástinni minni draumaferðina mína til Ítalíu í afmælisgjöf. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í kosningunum. „Guðrún Hafsteinsdóttir heiti ég og er fædd 9. febrúar 1970. Dóttir hjónanna Laufeyjar S. Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Ég á tvö eldri systkini þau Aldísi og Valdimar og eina yngri systur hana Sigurbjörgu. Ég er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eigum við samtals sex börn. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, með B.A gráðu í mannfræði frá HÍ og er einnig með diplómagráðu í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Ég hef starfað nær allan minn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði.“ „Ég hef alla tíð verið virk í félagsmálum. Hef setið í bæði fræðslunefnd og skipulags- og umhverfisnefnd Hveragerðisbæjar sem fulltrúi D-listans og hef verið í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju síðustu tíu ár. Árið 2004 tók ég þátt í því að stofna Sunddeild Íþróttafélagsins Hamars og var formaður deildarinnar til 2014. Síðastliðinn áratug hef ég setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Var meðal annars kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hef ég átt sæti í stjórnum margra samtaka og félaga í gegnum árin. Ég hef alla tíð haft einlægan áhuga á fólki og öllu því sem mannlegt er. Ég er alin upp við það að maður eigi að vera virkur í sínu samfélagi og láta gott af sér leiða. Það er fyrst og síðast drifkraftur minn í stjórnmálum.“ Hér má sjá frétt um réttir frá 2016. Guðrún lætur Tungnaréttir aldrei framhjá sér fara. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þórsmörk. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei bragðaref, það er dagsatt. Guðrún kynnir árlegan ís ársins í Fjarðarkaupum í janúar með Elínu Wöndu Guðnason. Uppáhalds bók? Fáránleg spurning, það er ógjörningur að nefna eina. Ég lifi eftir Martin Grey, Hús andanna eftir Isabellu Allende, Leikur hlæjandi láns eftir Amy Tan, Íslandsklukkan eftir Laxnes. Allar þessar bækur hef ég lesið oftar en einu sinni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Britney Spears ... Baby one more time. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Austfjörðum til dæmis Eskifirði. Á matreiðslunámskeiði á Ítalíu. Guðrún segist hafa mjög gaman af matargerð. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Ég datt í súrdeigið. Fékk það fullkomlega á heilann. Vaknaði um miðjar nætur til að folda deig. Hefði aldrei getað trúað því að ég gæti glaðst svona mikið yfir brauði. Hvað tekur þú í bekk? Svona fjórar pakkningar af Mjúkís. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Bæði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Mig hefur alltaf dreymt um að reka lítið sveitahótel. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Heyrðu gaur! Ertu viss um að þú sért alveg með‘etta? Hvernig væri að slaka aðeins á?“ Uppáhalds tónlistarmaður? Þetta er nú ósanngjörn spurning rétt eins og bókaspurningin. Ætli ég verði ekki að segja Whitney Houston. Dýrka hana. Guðrún með með börnunum sínum þremur, þeim Hafsteini, Dagnýju Lísu og Hauki. Besti fimmaurabrandarinn? „Ég málaði svo mikið um helgina að ég fékk málverk“ er klassík. Ein sterkasta minningin úr æsku? Kvöldkaffið hjá mömmu og svo las hún fyrir okkur kvöldsöguna. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Margaret Thatcher. Besta íslenska Eurovision-lagið? Is it True með Jóhönnu. Besta frí sem þú hefur farið í? Ferð til Thailands fyrir tveimur árum er eitt besta frí sem ég hef farið í. Fallegt land, yndislegt fólk og góður matur svo sefur Thailand þegar Ísland vakir þannig að maður getur alveg kúplað sig út. Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur borgari með frönskum og glás af majó. Guðrún og maður hennar Hans Kristján. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Tvisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? „Hvað á að gera við afa“ er alveg agalegt atriði en það er einhver broddur í því. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ég var mjög stillt og prúð en ætli ég verði ekki að ljóstra upp þegar við vinkonurnar smygluðu víni inn á skólaball í litlum linsuvökvaflöskum. Rómantískasta uppátækið? Þegar ég gaf ástinni minni draumaferðina mína til Ítalíu í afmælisgjöf.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira