Skoðun

Sjúkra- og fé­lags­liðar, bæði mikil­væg störf

Ingibjörg Dóra Bjarnadóttir skrifar

Í heilbrigðisþjónustu undanfarinna ára og til dagsins í dag hafa miklar og stórar breytingar átt sér stað. Komin er mikil tækni og vísindi í læknaþróun nútímans. Fyrr dóu einstaklingar úr sjúkdómum og flestir fyrirburar, sem í dag er hægt að koma í veg fyrir með tækninni og með góðri heilbrigðisþjónustu og góðu heilbrigðisstarfsfólki. Árið 2021 er heilbrigðisþjónustan mikið að dala, vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. X – J vill endurbætur í heilbrigðiskerfinu og allri heilbrigðisþjónustu. Meta skal allt heilbrigðisstarfsfólk jafnt hvort um sé að ræða félagsliða, skjúkraliða, lækna, hjúkrunarfræðinga og annað menntað heilbrigðisstarfsfólk.

Löng barátta hefur verið fyrir því að félagsliðar fái menntun sína virta og geti starfað við félagsliðastarfið hér á landi. Margir félagsliðar hafa flutt af landinu því menntun þeirra er ekki virt og sýndur áhugi.

Áður fyrr þurftu einstaklingar að fara langar leiðir til að fá læknishjálp, fara þurfti langar leiðir yfir hóla og fjöll bara í þeim eina tilgangi að fá læknishjálp. Margir létust áður en komið var á áfangastað.

Í dag eru samgöngur betri, einstaklingar deyja ekki vegna vondra samgangna, heldur í sumum tilfellum vegna læknamisstaka og vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki, sem treystir sér ekki til að vinna á Íslandi vegna lágra launa, sorgleg staða í íslensku samfélagi.

Hvernig getur einstaklingur í fátækt borgað fyrir sjúkraflutning, lyf og heilbrigðisþjónustu. X – J vill að allir geti nýtt sér heilbrigðisþjónustu, líka einstaklingar í fátækt. Leið til þess er að koma á sama kerfi og er víða erlendis. Sú leið er að hafa heilbrigðisþjónustuna á 0 kr. Fría heilbrigðsþjónustu hér á landi, einfalt.

Í dag er hægt að veita læknismeðferðir í gegnum fjarbúnað en sú tækni var ekki til fyrr á öldum. Nunnur sáu um sjúkra- og félagsliðastarf en St. Jósepssystur ráku sjúkrahús á nokkrum stöðum á landinu. Núna eru það menntaðir sjúkra- og félagsliðar sem sjá um þau störf. Sjúkra- og félagsliðar eru að aðstoða lækna og hjúkrunarfræðinga eins og nunnurnar gerðu áður. Nunnur voru erlendar, komu til Íslands til að starfa við sjúkra- og líknarstöf. Breyttar aðstæður urðu til þess að starf nunnanna hætti og sjúkra- og félagsliðar hófu þeirra störf. Metum félagsliða jafnt og sjúkraliða, báðar þessar brautir eru kenndar á framhaldsskólastigi og báðar eru þær mikilvæg fyrir störf í heilbrigðisþjónustu. X – J vill heilbrigðiskerfi fyrir alla, bætt aðgengi í heilbrigðisþjónustu og meta skal alla heilbrigðisstéttir jafnt.

Höfundur er félagsliði og sjúkraliðanemi.




Skoðun

Skoðun

Sögu­legt tæki­færi

Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar

Sjá meira


×