Vistbóndi: Landbúnaður til framtíðar Axel Sigurðsson og Rafn Helgason skrifa 7. september 2021 07:01 Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um að blómleg byggð um allt land skapar menningarleg, vistfræðileg, félagsleg og fjölbreytt efnahagsleg verðmæti. Byggðarstefna verður þess vegna að taka mið af öllum þessum fyrrnefndu stoðum sem samfélög byggja á. Þannig byggjum við upp sterkt samfélag til framtíðar. Sauðfjárrækt og landbúnaður almennt hafa mætt mótlæti á undanförnum árum. Tekjur bænda hafa dregist saman á sama tíma og þung áhersla er í umræðunni um að rekstur bænda sé ósjálfbær og valdi neikvæðum loftslagsáhrifum í miklu mæli. Vísað er til þeirra staðreynda að matvælaframleiðslan byggi á framræstu votlendi sem losi mikið magn gróðurhúsalofttegunda en ekki síður að beit á illa förnu landi viðhaldi rofi og eyðimörkum á hálendi landsins. Á sama tíma þá má álykta að afurðaverð sé ekki til þess fallið að verðlauna bændur réttilega fyrir erfiði vinnu sinnar við framleiðslu á til að mynda dilkakjöti. Bændur eru ekki orsök þess að hér á landi séu kerfi sem stuðli að ósjálfbærni í rekstri. Kerfin eru einfaldlega byggð á forsendum fyrri tíma. Hér kemur til skortur á framtíðarsýn og vanþekking á virði vistkerfaþjónustu af hálfu hins opinbera. Allt er breytingum háð og staðan hefur mikið breyst frá því sem áður var. Framræsing á miklu magni votlendis var gerð á þeim tímum er skortur var á beitar- og túnræktarlandi. Þjóðarátak í framræslu var gert og átti eðlilega rétt á sér með tilliti til þáverandi búskaparhátta og neyslumenningar Íslendinga, en með breyttum neysluvenjum og búskaparháttum hefur staðan breyst. Þar að auki hefur vitneskju okkar um endurheimt náttúrulegra vistkerfa fleytt fram. Nokkurt magn er í dag af framræstu landi sem hefur fallið úr notkun vegna breyttra búskaparhátta, jarðir farið í eyði eða af öðrum ástæðum. Nú er tími fyrir kjarkmikil og stór skref til þess að ná sátt um landbúnað sem stuðlar að bindingu kolefnis fremur en losun. Til er fólk sem vill taka þessi skref inn í framtíðina og vill ekki vera bundið við kerfi sem kemur í veg fyrir svigrúm til nýsköpunar, fjölbreyttari búskaparhátta og aukinnar sjálfbærni í greininni. Ein leið til þess að tryggja að svo verði er fjölbreytt styrkjakerfi sem legði áherslu á að gefa bændum tækifæri til þess að fá greitt fyrir endurheimt og uppbyggingu náttúrulegra vistkerfa, þar sem því verður við komið. Að bændur fái greitt fyrir slíka þjónustu er hvorki draumsýn né óhagkvæmt heldur raunveruleiki sem við þurfum að taka hér í umræðuna. Þessar leiðir geta tryggt að eyðijarðir fari í byggð, að strjálbýl svæði gangi í endurnýjun lífdaga, að fólk geti unnið á býlinu sínu en þurfi ekki að sækja af illri nauðsyn lífsviðurværi út fyrir búið. Binding á kolefni og stöðvun á losun eru markmið sem flestum þykja verðug. Þess fyrir utan er það hinn líffræðilegi fjölbreytileiki sem viðheldur frjósemi jarðar til lengri tíma og þar kemur fátt eins sterkt inn og endurheimt náttúrulegra vistkerfa. Hver er fyrirstaðan? Hver græðir á kyrrstöðunni? Dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi - ódýrasti samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er endurheimt votlendis. Því er markviss kortlagning á losun lands eftir jarðvegsgerðum mikilvæg aðgerð sem við öll ættum að geta verið sammála um. Viðreisn treystir bændum til að rækta, viðhalda og auðga landið sitt og við tölum fyrir því að auka tækifærin með frelsi og sveigjanleika að leiðarljósi. Til þess þarf að endurhugsa styrkjakerfið og gera þar líffræðilegan fjölbreytileika og bindingu kolefnis jafnhá hinum hefðbundnu afurðum. Okkar sýn er að styrkjakerfi landbúnaðar verði umhverfismiðað fremur en framleiðslutengt, t.d. þannig að bændur geti gerst vistbændur og hafi ávinning af því. Því ætti sérstaklega að styðja við rekstur sem stuðlar að bindingu kolefnis og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landi, t.d. með skógrækt, endurheimt votlendis og hnignaðs mólendis. Kerfið styðji fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi, taki tillit til breyttra neysluvenja, stuðli að bættum hag bænda og neytanda og ýti undir nýliðun í röðum bænda. Við verðum að taka þessa umræðu hérlendis fyrr fremur en seinna. Fjölbreyttur landbúnaður er sterkur landbúnaður. Fjölbreytileiki í sveitum er ekkert nema styrkleiki þar sem byggðarfesta sveita er ekki öll í sömu körfunni. Látum landbúnaðarkerfið styðja við fjölbreytta og umhverfisvæna framleiðslu með áherslu á aukið frelsi. Tökum tillit til breyttra neysluvenja, stuðlum að bættum hag bænda og neytanda og ýtum undir nýliðun í röðum bænda. Gefum framtíðinni tækifæri Höfundar eru frambjóðendur Viðreisnar í Suður- & Suðvesturkjördæmi Axel Sigurðsson í 5. sæti Viðreisnar Suður Rafn Helgason í 6. sæti Viðreisnar í Suðvestur
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar