Bjóða fram tvo eins Borisa til að stela atkvæðum frá þeim rétta Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2021 08:54 Mynd af frambjóðendunum þremur. Hinn réttmæti Boris Vishnevsky er sá eini sem hafði fyrir því að setja á sig bindi fyrir myndatökuna. Twitter/Сергей Кузин Boris Vishnevsky, rússneskur frambjóðandi stjórnarandstöðuflokks, sakar stjórnina um kosningasvindl í komandi borgarstjórnarkosningum í Pétursborg. Þegar listi yfir frambjóðendur var birtur síðasta sunnudag mátti finna á honum tvo aðra sem báru sama nafn og Vishnevsky og voru skuggalega líkir honum. Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl. Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun The Guardian um málið er það þekkt taktík hjá rússneskum stjórnarflokkum að bjóða fram menn með svipuð eða sömu nöfn og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar bera til að villa um fyrir kjósendum og stela atkvæðum. Í þetta skiptið er gengið enn lengra því hinir tveir Boris Vishnevsky stjórnarinnar virðast hafa breytt útliti sínu til að líkjast Vishnevsky stjórnarandstöðunnar. Hinn rétti Vishnevsky segist hafa vitað til þess um nokkurn tíma að tveir mótframbjóðendur hans hefðu látið breyta nafni sínu í hans eigið. Þegar opinber listi yfir frambjóðendur með myndum var svo birtur á sunnudag komu útlitsbreytingar þeirra í ljós. Á listanum birtast þeir þrír hlið við hlið, allir að verða sköllóttir, með eins grátt skegg og heita nánast nákvæmlega sama nafni. Hafa greinilega breytt útliti sínu Vishnevsky telur að mótframbjóðendurnir hafi greinilega látið sér vaxa eins skegg og hann er með og telur að þeir hafi mögulega átt við myndir sínar með aðstoð Photoshop til að líkjast honum enn frekar. Á vefsíðu borgarstjórnar Pétursborgar má sjá mynd af öðrum tvífaranum áður en hann bauð sig fram en hann bar þá nafnið Viktor Bykov. Á myndinni er hann með mikið brúnt hár og lítur allt öðru vísi út en á framboðsmyndinni. „Þetta er gert til að villa um fyrir kjósendum svo þeir kjósi óvart vitlausan frambjóðanda og í staðinn fyrir að kjósa réttan Vishnevsky kjósa þeir einn af tvíförunum,“ sagði hinn réttmæti Vishnevsky í samtali við The Guardian. Miðillinn náði ekki sambandi við tvífara hans við gerð umfjöllunar sinnar. „Ég hef aldrei séð neitt þessi líkt,“ segir Vishnevsky sem segir þetta greinilegt kosningasvindl.
Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira