Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa 7. september 2021 12:17 Fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi frá fyrri könnun sést daufar í bakgrunni. vísir/helgi hreinn Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Sjá meira
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31