Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 13:58 Verslun Costco í Kauptúni opnaði árið 2017. Vísir/Vilhelm Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins. Verslun Costco Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins.
Verslun Costco Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira