Costco á Íslandi hagnaðist um 463 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 7. september 2021 13:58 Verslun Costco í Kauptúni opnaði árið 2017. Vísir/Vilhelm Costco á Íslandi hagnaðist um 462,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem endaði í ágúst 2020. Nam sala félagsins 20,5 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 3,7 prósent milli rekstrarára. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins. Verslun Costco Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Hagnaður jókst milli ára og var 416,8 milljónir króna á fyrra rekstrarári. Í skýrslu stjórnenda segir að koma Costco á íslenskan markað hafi verið árangursrík og markmiðið sé að stækka enn frekar. Hagnaður fyrir skatta nam 575 milljónum króna og jókst úr 535 milljónum. Framlegð nam 2,9 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Fram kemur í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra að heimsfaraldurinn hafi haft töluverð áhrif á rekstur Costco og sérstaklega á seinni helming rekstrarársins sem náði frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Eldsneytissala minnkaði Vegna sóttvarnatakmarkana var talsverð lækkun í sölu á bensíni og ferðatengdum vörum á tímabilinu. Þá drógust tekjur af veitingasölu saman þegar viðskiptavinir máttu ekki borða á staðnum. „Þessar lækkanir voru hins vegar bættar upp með meiri sölu á matvöru og öðrum vöruflokkum þegar viðskiptavinir okkar höfðu aðlagað sig að aðstæðum. Við sáum jafnframt mikla aukningu á sölu sótthreinsiefna, andlitsgríma og lyfja,“ segir í ársreikningi. Aukin sala í matvöru og öðrum vöruflokkum bætti upp samdrátt í eldsneytissölu. Vísir/Hanna Með teknu tilliti til erfiðra aðstæðna á seinni hluta rekstrarársins segjast stjórnendur vera ánægðir með 3,7 prósent hækkun sölu á árinu. Á sama tíma hækkaði launakostnaður og annar rekstrarkostnaður milli ára þar sem starfsmönnum var greitt aukalega fyrir framlag þeirra við erfiðar aðstæður í faraldrinum. Þá féll aukinn kostnaður á félagið vegna aukinna þrifa á vöruhúsi og kaupa á andlitsgrímum og hlífðarbúnaði til að tryggja öryggi starfsmanna og viðskiptavina. Gengismunur hafði jákvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu Fram kemur í ársreikningi Costco á Íslandi að vegna breytinga á gengi krónu gagnvart sterlingspundi og bandaríkjadal hafi gengishagnaður aukist um 114 milljónir króna milli rekstrarára og numið 421,6 milljónum króna. Hafði það jákvæð áhrif á hagnað félagsins fyrir skatta. Stjórn félagsins leggur til að ekki verður greiddur út arður vegna tímabilsins.
Verslun Costco Mest lesið Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Sjá meira