Það eru tækifæri í heilbrigðisþjónustu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 8. september 2021 08:30 Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina höfum við átt býsna gott heilbrigðiskerfi. Kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Breið samstaða hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum um að heilbrigðisþjónusta skuli vera fólki aðgengileg óháð efnahag þess. Á vettvangi stjórnmálanna hefur hins vegar verið tekist á um hvort ríkisrekið kerfi megi eitt veita alla heilbrigðisþjónustuna eða hvort fólk eigi líka að hafa aðgang að sjálfstætt starfandi fagaðilum. Þar liggja hina pólitísku átakalínur í dag, en ekki um það hvort heilbrigðisþjónusta eigi að vera greidd af hinu opinbera. Eftirsóttustu starfskraftar heims Starfsfólk í heilbrigðiskerfinu er í dag eftirsóttustu starfskraftar heims. Í þannig samkeppnisumhverfi ætti metnaður stjórnvalda auðvitað að vera að laða starfsfólk til sín. Forsætisráðherra hefur talað um að í hennar huga sé mönnunarvandi einn helsti vandi heilbrigðiskerfisins. Engu að síður hefur ríkisstjórn hennar unnið eftir aðferðafræði sem fækkar tækifærum í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kjörtímabil hefur verið þrengt að sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu svo sem hjá læknum, sjúkraþjálfurum, talmeinafræðingum. Afleiðingin er að hægar gengur með nýliðun og biðlistar lengjast og lengjast. Þessir biðlistar hafa ekki síst bitnað á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Við þekkjum sömuleiðis þá framkvæmd að bjóða sjúklingum, aðstandendum þeirra og skattgreiðendum upp á að sjúklingar séu sendir í liðskiptaaðgerðir til Svíþjóðar fyrir næstum þrisvar sinnum hærri kostnað en ef fólk gæti notið þessarar þjónustu hér heima. Þessi leið er farin enda þótt þægilegri og ódýrari kostur bjóðist hér heima og enda þótt hér séu starfandi sérfræðingar sem vel geta sinnt þessum verkefnum. Allt þetta kjörtímabil hafa ríkisstjórnarflokkarnir þrír gengið hönd í hönd um framkvæmd þessarar stefnu. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur í kosningabaráttunni talað með þeim hætti að það er eins og hann hafi gleymt því eftir hvaða stefnu hefur verið unnið og gleymt því að flokkur hans hefur í fjögur ár stutt þessar kreddur. Hið sama á við um Framsóknarflokkinn. Staðan á Landspítalanum Staðan á Landspítala hefur orðið þess valdandi að bólusett þjóð býr við takmarkanir á daglegu lífi og athafnfrelsi. Til að tryggja að spítalinn ráði við að sinna öllum þeim verkefnum sem honum ber að sinna. Auka þarf fjármagn til Landspítalans svo hann standi undir þeim kröfum sem gera á til aðalsjúkrahúss þjóðarinnar. Ótækt er að takmarkanir á daglegu lífi borgara landsins séu þyngri en þörf er á vegna þess að spítalinn hefur ekki nauðsynlegar bjargir. Á sama tíma eru ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs og sóttvarnaaðgerða nú yfir 1000 milljarðar. Það er samfélaginu gríðarlega kostnaðarsöm staða. Þjónustan er það sem máli skiptir Íslenskt heilbrigðiskerfi á að vera fyrir notendur þess. Það er jafnréttismál að aðgengi fólks að þeirri þjónustu sé jafnt óháð efnahag. Fjármagn til heilbrigðismála þarf að byggja á greiningu á þörf og kostnaðarmati, þannig að fjármunum hins opinbera sé varið skynsamlega. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir að þeir vilji áframhaldandi samstarf að loknum kosningum. Miklu skiptir þess vegna að fólk geri sér þá grein fyrir því að atkvæði greitt flokkunum þremur felur í sér áframhaldandi stefnu í heilbrigðismálum sem þjónar kreddum fremur en fólki. Stefnu sem horfir fram hjá þörfum þeirra sem nota þjónustuna. Verkefnið fram undan er að nýta tækifærin í heilbrigðiskerfinu. Það er í þágu notenda og starfsfólks. Og það er í þágu almannahagsmuna. Fyrir þessum sjónarmiðum mun Viðreisn áfram berjast. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun