Heimsmeistaramótið í League of Legends er stærsta mót ársins í þessum vinsæla leik, og eitt stærsta tölvuleikjamót í heimi þegar horft er á áhorfendatölur og vinningsfé.
Þegar mest lét horfðu tæplega fimmtíu milljón manns á heimsmeistaramótið á sama tíma, og verðlaunaféð í ár er rúmlega 280 milljónir króna.
Næst stærsta mót ársins, MSI, var haldið í Laugardalshöll í sumar og vilja þeir á Dot Esport meina að heimsmeistaramótið muni einnig fara fram á sama stað.
Eins og áður segir hefst mótið 5. október, en úrslitaleikurinn verður spilaður mánuði seinna, þann 6. nóvember. Engir áhorfendur voru leyfðir á MSI í Laugardalshöll í sumar, en ekki hefur enn verið gefið út hvort að áhorfendur verði leyfðir á heimsmeistaramótinu. Þó segja heimldarmenn að ef áhorfendur verði leyfðir, verði mjög takmarkað magn miða í boði.