Sigur í dag og Breiðablik gæti mætt Barcelona, Real Madríd eða Lyon: „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 08:00 Agla María segir leikmenn Breiðabliks einbeitta á verkefni kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét „Ég sé þetta bara fyrir mér sem sigur hjá okkur, við leggjum upp með það,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 og Vísi um stórleik dagsins á Kópavogsvelli. Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Breiðablik verður í eldlínunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í dag. Það er sannarlega mikið í húfi en ljóst er að sigurvegari leiksins fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem fyrri leik liðanna í Króatíu lauk með 1-1 jafntefli. Agla María, annar af fyrirliðum liðsins, ræddi við Stöð 2 og Vísi ásamt Eysteini Pétri Lárussyni, framkvæmdastjóra félagsins, um þennan stórleik sem verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 klukkan 17.00 í dag. „Þetta var erfiður völlur úti. Þær eru með hörkulið en það er frábært að fá þær á teppið á Kópavogsvelli og taka þær,“ bætti Agla María við um leik kvöldsins. Vísaði hún í að það sé gervigras á Kópavogsvelli en Osijek spilar heimaleiki sína á ójöfnum grasvelli eins og má sjá á myndunum sem fylgja fréttinni. Klippa: Stórleikur á Kópavogsvelli í dag „Þær eru í fínu formi, þær eru mjög ákveðnar og eru með fína framherja. Þetta er fínt lið svo það er margt sem þarf að huga að,“ svaraði þessa öfluga knattspyrnukona aðspurð hvað Blikar þyrftu að varast í dag. „Þetta er náttúrulega stærsta sviðið sem við erum að keppast um að fara á þannig það eru allir leikmenn einbeittir á að klára þennan leik. Ef við vinnum þennan leik getum við verið að mæta liðum eins og Barcelona, Real Madríd og fleirum. Það er draumur allra leikmanna að spila á móti svona liðum svo það er mjög spennandi.“ „Þetta er víst svona, getur komið fyrir alla að fá Covid-19 en ég held að þetta þjappi okkur betur saman og við verðum enn ákveðnari að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Agla María að endingu. „Að sjálfsögðu er kostnaður á móti sem fylgir þessu. Einfalt að segja bara hverju þetta skilar í vasann en þetta skilar okkur í riðlakeppnina og það er kostnaður við að taka þátt í því,“ sagði Eysteinn Pétur um það fjármagn sem kemur inn og fer út ef Breiðablik kemst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Talað er um að félagið fái rúmar 60 milljónir króna í sinn vasa. „Eins og staðan er í dag þá uppfyllum við ekki þau skilyrði. Við erum að vinna í því að fá undanþágu til þess að spila. Ef við förum áfram förum við á fullt í það að sækja um þessa undanþágu,“ sagði Eysteinn Pétur varðandi hvort Kópavogsvöllur væri leyfilegur í Meistaradeild Evrópu. „Þá þurfum við að reyna halda Laugardalsvelli við núna á haustmánuðum með værum kostnaði væntanlega en við erum bara ekki komin svo langt. Að sjálfsögðu erum við aðeins farin að undirbúa ef þetta verður að raunveruleika.“ „Þetta er nýtt fyrirkomulag hjá stelpunum og orðið líkari því sem þekkist stráka megin. Frábært að þetta sé komið í þennan farveg, að það sé komin riðlakeppni og þetta yrði fyrsta íslenska liðið sem kæmist þangað. Þetta er stórleikur sem enginn getur látið framhjá sér fara,“ sagði Eysteinn Pétur að lokum.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira