Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 13:14 Vinnumálastofnun hefur birt tölur fyrir ágústmánuð. Vísir/Vilhelm Skráð atvinnuleysi var 5,5% í ágúst en mældist 6,1% í júlí. Alls fækkaði atvinnulausum að meðaltali um 1.010 sem nemur rúmlega 8% fækkun atvinnulausra frá júlímánuði. Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða. Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Atvinnuleysi var 7,4% í júní, 9,1% í maí, 10,4% í apríl og 11,0% í mars 2021. Atvinnulausir voru alls 11.499 í lok ágúst, 6.158 karlar og 5.341 konur og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 frá júlílokum og atvinnulausum konum um 634. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að áfram muni draga úr atvinnuleysi í september og það verði á bilinu 5,1% til 5,4%. Þó megi gera ráð fyrir að 200 til 300 einstaklingar komi aftur inn á atvinnuleysisskrá í september þegar ráðningarstyrk lýkur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði við fréttastofu á miðvikudag að vinnuátakið Hefjum störf hafi gengið vonum framar. Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið og stefnir atvinnuleysi hratt niður á við. Vinnumálastofnun Áfram hæst hlutfall á Suðurnesjum Af þeim 1.038 atvinnulausu sem fækkaði á atvinnuleysisskrá í ágúst fóru um 500 á ráðningarstyrk. Þá bættust við rúmlega þúsund nýir atvinnuleitendur í ágúst. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,7% og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu og lækkaði úr 6,7% frá því í júlí. Alls höfðu 5.083 atvinnuleitendur verið án atvinnu í meira en tólf mánuði í lok ágúst og fækkaði um 278 frá júlí. Þeir voru 3.051 í ágústlok 2020, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. 12,8 prósent atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði þeim um 440 frá júlí. Í ágúst 2020 var fjöldi atvinnulausra erlendra ríkisborgara 7.173 og hefur fækkað um 2.681 frá þeim tíma. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var um 39% í ágúst. Atvinnulausum fækkaði í nær öllum atvinnugreinum í ágúst frá mánuðinum á undan. Meðal stærstu atvinnugreina fækkaði mest í ferðatengdri starfsemi eða á bilinu 11% til 13% og í menningartengdri starfsemi um 12% milli mánaða.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01 Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34 Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Ríflega sex þúsund manns hafa fengið störf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun. Forstjóri stofnunarinnar segir átakið hafa gengið vonum framar en um 45% þeirra sem hafa fengið störf í gegnum það er fólk með erlent ríkisfang. Hún segir að atvinnuleysistölur stefni hratt niður á við. 8. september 2021 14:01
Tvær hópuppsagnir í ágúst Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í ágúst þar sem 65 starfsmönnum var sagt upp störfum. 6. september 2021 10:34
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar eða 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46