Vilja skipta út yfirfullu hringtorgi fyrir betri lausn Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2021 20:40 Hér sést hringtorgið á Selfossi sem bæjaryfirvöld vilja skoða breytingar á. Vísir/Arnar Umferðin yfir Ölfusarbrú á Selfossi var það þung í sumar að kalla þurfti til lögreglu til að stýra umferð því bílaröðin hefur náð út í Ölfus. Nú eru uppi hugmyndir að breyta þessum gatnamótum til að greiða úr flöskuhálsinum. „Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“ Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Aðstæður hérna á föstudegi, og jafnvel fimmtudögum og fleiri dögum vikunnar, eru þannig að það er bílaröð hérna frá hringtorginu og út í Ölfus. Eyrarvegurinn á annarri hönd og Austurvegurinn á hinni þeir eru fullir líka og allir eru að berjast um að komast inn í þetta hringtorg. Við höfum meira að segja gripið til þess í sumar þegar mest var að gera að biðja lögregluna að koma hérna og stýra umferð,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Hringtorgið er ekki að virka sem skyldi. Finna þurfi lausn á vandanum, hugsanlega með ljósastýringu, jafnvel þó ný brú yfir Ölfusá sé á teikniborðinu. Íbúum Árborgar fjölgar hratt, eru um ellefu þúsund í dag, og sér ekki fyrir endan á þeirri fjölgun. Miðbær Selfoss hefur einnig tekið breytingum sem mun gera hann að aðdráttarafli, í stað þess að ferðamenn fari beint í gegnum bæinn. Umferðin komi því ekki til með að minnka um þessi gatnamót þó ný brú yfir Ölfusá verði reist. „Við sjáum fyrir okkur þegar kemur ný brú, að þá snýst þetta ekki bara um að tappa á einhverri umferð sem við viljum ekki fá ef þú ætlar ekki að stoppa. Þetta snýst líka um að greiða umferð heimamanna inn og út úr bænum á tveimur stöðum,“ segir Helgi. Þetta er ekki einkamál Selfyssinga? „Nei, langt því frá. Við erum á þjóðvegi 1 og fullt af fólki sem þarf að fara hér í gangi og margir sem pirra sig á því hvað þetta gengur hægt. Þetta er í raun mál allra landsmanna sem vilja ferðast hér um þjóðveg 1.“
Árborg Samgöngur Umferð Ný Ölfusárbrú Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira