Stórslasaðar á gjörgæslu en ekki í lífshættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 16:38 Spítalinn á Tenerife þar sem konurnar tvær eru á gjörgæslu. Eiginmaður konu sem slasaðist alvarlega þegar króna féll úr pálmatré á veitingastað á Tenerife á sunnudaginn segir eiginkonu sína og vinkonu hennar enn á gjörgæslu. Konurnar séu ekki í lífshættu en mikið slasaðar. Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni. Tvær konur slösuðust mest og gengust báðar undir aðgerð. Þær eru enn á gjörgæsludeild að sögn eiginmanns annarrar konunar sem baðst undan því að koma undir nafni. Spítalinn virðist fyrsta flokks Vísir ræddi við eina konuna í gær sem sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún taldi að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Eiginmaðurinn flaug utan í gær ásamt eiginmanni hinnar konunnar sem er slösuð á gjörgæslu. Honum sýnist spítalinn fyrsta flokks hvar konurnar liggja og eiginmennirnir fá að hitta þær í stuttan tíma á hverjum degi. Þar geti þau rætt saman en konurnar séu við mikla lyfjagjöf eftir slysið og aðgerðina sem fylgdi. Helst sé um að ræða áverka á brjósti og baki, rifbein og annað slíkt. Mikil umræða um slysið á Tenerife Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á bata segist eiginmaðurinn auðvitað verða að vona það besta. Staðan sé þó enn krítísk. Þó konurnar séu ekki í lífshættu liggi þær enn á gjörgæslu mikið slasaðar. Hann sér fram á að vera ytra næstu vikurnar og finnur fyrir hlýhug að heiman. Þeim hafi borist margar kveðjur og margir haft samband. Aðspurður segir hann málið hafa verið mikið í fréttum ytra og skapað mikla umræðu. Enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem svona slys gerist. Hinar þrjár konurnar slösuðust minna og eru á leiðinni heim til Íslands. Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21 Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni. Tvær konur slösuðust mest og gengust báðar undir aðgerð. Þær eru enn á gjörgæsludeild að sögn eiginmanns annarrar konunar sem baðst undan því að koma undir nafni. Spítalinn virðist fyrsta flokks Vísir ræddi við eina konuna í gær sem sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún taldi að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Eiginmaðurinn flaug utan í gær ásamt eiginmanni hinnar konunnar sem er slösuð á gjörgæslu. Honum sýnist spítalinn fyrsta flokks hvar konurnar liggja og eiginmennirnir fá að hitta þær í stuttan tíma á hverjum degi. Þar geti þau rætt saman en konurnar séu við mikla lyfjagjöf eftir slysið og aðgerðina sem fylgdi. Helst sé um að ræða áverka á brjósti og baki, rifbein og annað slíkt. Mikil umræða um slysið á Tenerife Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á bata segist eiginmaðurinn auðvitað verða að vona það besta. Staðan sé þó enn krítísk. Þó konurnar séu ekki í lífshættu liggi þær enn á gjörgæslu mikið slasaðar. Hann sér fram á að vera ytra næstu vikurnar og finnur fyrir hlýhug að heiman. Þeim hafi borist margar kveðjur og margir haft samband. Aðspurður segir hann málið hafa verið mikið í fréttum ytra og skapað mikla umræðu. Enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem svona slys gerist. Hinar þrjár konurnar slösuðust minna og eru á leiðinni heim til Íslands.
Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21 Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21
Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14
Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09