Engin annarleg sjónarmið, eingöngu fólk sem starfar af heilindum Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 16. september 2021 10:30 Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða landsins nam um 8,8 milljörðum króna á síðasta ári. Um þetta var fjallað í Fréttablaðinu á dögunum en af einhverjum ástæðum valdi blaðamaður að leggja fjárfestingarkostnað lífeyrissjóðanna við þessa tölu. Sá kostnaður nam um 16 milljörðum króna í fyrra eins og fram kemur í ársreikningum þeirra. Samtals 25 milljarðar. Ragnar Þór Ingólfsson sagði í Fréttablaðinu að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður lífeyrissjóða væri áhyggjuefni. Hann bætti um betur í grein sem hann ritaði á vefsíðuna visir.is á dögunum þar sem hann segir að kostnaður við fjárfestingar sé „vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna“ og gaf í skyn að kostnaðurinn sé mun hærri en umræddir 25 milljarðar. Ég get hér róað Ragnar Þór og upplýst hann um að kostnaðurinn er ekki hærri. Og alls ekki falinn, er t.d. gefinn skýrt og skilmerkilega upp í ársreikningum sjóðanna (sjá bls. 53 í ársskýrslu Gildis). Landssamtök lífeyrissjóða setja þennan kostnað í samhengi á heimasíðu sinni og Fjármálaeftirlit Seðlabankans tekur árlega saman helstu tölur úr ársreikningum lífeyrissjóða og birtir á vef sínum. Þar stendur skýrt að fjárfestingargjöld lífeyrissjóða landsins í fyrra námu 16.090.818.000 króna. Kostnaðurinn er sundurliðaður og birtur eftir einstaka sjóðum. Feluleikurinn er ekki meiri en svo. Rekstrarkostnaður settur í samhengi Rekstrarkostnaður sjóðanna og kostnaður við fjárfestingar er síðan víða reiknaður niður á einstaka sjóðfélaga, bæði heildarfjölda og þá sem greiða reglulega til viðkomandi sjóðs. Þetta er gert til að auðvelda samanburð á þessum kostnaði milli sjóða. Einnig er kostnaðurinn oft skoðaður í samanburði við heildareignir einstakra sjóða og kerfisins í heild og hann þannig borinn saman við sambærilegar stærðir erlendis. Líkt og Samtök atvinnulífsins gerðu á dögunum og ollu undarlegri gremju formanns VR. Ekkert af þessu er gert til að blekkja sjóðfélaga heldur þvert á móti til að reyna að setja kostnaðinn í samhengi. Það er síðan áhugavert að það er sama hver af þessum mælikvörðum er notaður, alltaf er niðurstaðan sú að rekstrar- og fjárfestingarkostnaður sjóðanna stenst samanburð við það sem best gerist jafnt innanlands og utan landsteinanna. Engin teppi í fundarherbergjum En það er verra að formaður VR gefur ítrekað í skyn að sjóðirnir séu að fela raunverulegan kostnað og að óþægilegum málum sé „sópað undir teppið“ eins og hann orðar það. Þar er Ragnar reyndar í mörgum tilfellum að tala niður félagsmenn sína enda er stór hluti starfsfólks lífeyrissjóða landsins félagsmenn í VR. Í stjórnum lífeyrissjóða landsins sitja vissulega fulltrúar atvinnurekenda eins og margoft hefur verið bent á af þeim sem helst gagnrýna sjóðina, en þeir gleyma yfirleitt að nefna að fulltrúar launþega (kosnir af stéttarfélögum landsins) eru þar jafn margir. Hjá Gildi-lífeyrissjóði, þar sem ég starfa, er samstarfið milli þessara fulltrúa í stjórn afar gott. Þar eru engar harðvítugar deilur þar sem annarleg sjónarmið eru viðruð. Og það eru engin teppi á skrifstofum sjóðsins eða í fundarherbergi stjórnar sem hægt er að sópa málum undir. 140 stéttarfélög Ragnar Þór þreytist ekki á að benda á að lífeyrissjóðirnir séu tuttugu og einn talsins eins og í því felist spilling sem og gríðarlegt óhagræði. Sem stenst auðvitað ekki skoðun eins og lesa má úr skýringum mínum hér að ofan. Lífeyrissjóðunum má reyndar örugglega fækka sem hefur verið gert því sjóðirnir voru 96 talsins árið 1980. Valdið til að sameina lífeyrissjóðina liggur hjá stjórnum þeirra og sjóðfélögum en einnig hjá stéttarfélögum landsins. Í því samhengi má benda á að stéttarfélögin eru í dag um 140 talsins og meðalfjöldi félagsmanna í hverju þeirra er um 1.500. Sameining margra þeirra myndi óhjákvæmilega kalla á sameiningu lífeyrissjóða sem félögin eiga aðild að. Vilji Ragnar Þór eða aðrir ráðamenn verkalýðshreyfingarinnar fækka sjóðunum ættu þeir því kannski að líta sér örlítið nær. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er síst of hár Í vikunni var því slegið upp á forsíðu Fréttablaðsins að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna næmi yfir 25 milljörðum króna á ári. Sú tala var fengin með því að leggja saman raunverulegan rekstrarkostnað sjóðanna, sem nam um 8,8 milljörðum króna í fyrra, og fjárfestingargjöld þeirra, sem námu þá ríflega 16 milljörðum. 8. september 2021 16:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun